miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Af fjöllum og fötum

Göngudeildin stefnir á að halda upp á hóll á morgun, fimmtudag 30 nóv, stefnan er að fara eftir vinnu eða ca 16:30. Ætlunin er að þessu sinni að skunda upp á Reykjafell og þar með að halda sig á litlu hólunum áfram. Sem fyrr eru allir velkomnir með.

Svo er það hitt mál málanna.
Snorri hinn aldni pe..., nei við skulum bara hafa það Snorri hinn aldni. Sá kappi hafði verið á einhverju spjalli við Brabrasoninn og eitthvað varð þeim tíðrætt um nýjan fatnað á V.Í.N. Var Snorri svo kappsamur og umhuga um þetta mál að hann vill endilega bjóða fólki heim til sín komandi mánudag þ.e. 4.des n.k kl:20:00 till þess að ræða þessi mál og viðra sínar hugmyndir varðandi þetta.

Fleira var það ekki

Kv
Göngudeildin að hafðu samráði við Tízkuráð

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Grímannsfell



Eins og áður hafði komið fram þá hafði göngudeildin hug að halda upp á fjall í dag. Var slíkt gert ásamt því að taka eitt aukalega í leiðinni. Harka það
En fjórir vaskir sveinir fóru í blíðu og kulda upp á Grímannsfell og Kolhóll. Eftirfarandi kempur fóru:

Stebbi Twist
Magnús frá Þverbrekku
Arnór Gauti
Kaffi

Þar sem hirðljósmyndarinn var með í för, að sjálfsögðu vopnaður myndavél, er hægt að skoða afrekin á stafrænu myndaformi hér.

Kv
Göngudeildin

laugardagur, nóvember 25, 2006

Fréttir af fjöllum II



Maggi Móses hafði aftur samband við fréttavaktina nú í dag um kl:14:00.
Þá voru þeir staddir undir Loðmundi við Tjéllingafjöll á leið á Hveravelli úr Setrinu. Þar fundu þeir loks snjó, ef snjó skal kalla því þeir líktu þessu við flórsykur. Skv öðrum fréttum á víst Kjalvegur að vera svo gott sem auður.
Þrátt fyrir 19.stiga frost í Veiðivötnum fór lítið fyrir því hvíta. Það hlýtur að hafa verið hressandi að vera í Veiðivatnaskálanum í 19.stiga gaddi. Hvað um það.
Þeir bíðu spikspenntir eftir að komast á Hveravelli og elda þar læri, skola því niður með pilsner. Allt í glimrandi gleði hjá björgunarsveitarhermönnunum.

Kv
Fréttadeildin

föstudagur, nóvember 24, 2006

Hólarölt

Göngudeildin hélt í byrjun vikunnar ólöglegan samráðsfund þar sem ákveðið var að fara, núna um helgina, á einn hóll í nágrenni borgarinnar. Þrátt fyrir að Stóri Stúfur hafi verið fastur í rúminu í lok vikunnnar var ákveðið á framhaldsfundi að kvika hvergi frá fyrri áformum.
Stefnan er svo að fara á sunnudaginn á fell eitt í Mosfellssveitinni sem nefnist Grímannsfell. Svona fyrir þá sem sem vilja kynna sér fellið betur eru nánari upplýsingar á bls 74 í 151 tindur íslensk fjöll.
Farið verður eftir hádegi á sunnudaginn og eru allir velkomnir með. Nánari tímasetning á brottför kemur seinna

Kv
Göngudeildin smáfjallasvið

(Uppfært 25.nóv)

Þá er kominn tímasetning á heilzuræktina. Ætlunin er fara af stað á bilinu 13:00-13:30 eða bara strax eftir hádegismessu.

Fréttir af fjöllum

Maggi Brabra var, rétt í þessu, að hafa samband við fréttadeildina. En hann er í jeppó með Flubbunum ásamt Reykjavíkurskátunum á fjórum Patrolum. Voru þeir á leiðinni í Veiðivötn í fyrstu lotu.
Þegar fréttaritari hafði samband við fréttavaktina voru þeir að koma að Vatnsfelli. Veður var gott og skyggni ágætt. Minna fór samt fyrir snjónum en vegur var orðinn hvítur með ca 1mm þykku snjólagi. Á leiðinni var víst hálkublettir á víð og dreif. Skil ekki afhveju ekki var hægt að safna þeim saman og hafa þá alla á sama stað. En það er nú annað mál.

Þetta voru fréttir af fjöllum

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

La Grande Bouffe - Uppgjör

Þá eru vonandi allir búnir að jafna sig á timburmönnunum eftir matarveisluna miklu, og farnir að huga að næsta skralli, hvar og hvenær sem það verður. Helstu reiknimeistarar VÍN hafa setið sveittir undanfarna tvo sólarhringa við gerð uppgjörs eftir matarveisluna, og hafa komist að eftirfarandi niðurstöðu:

Kostnaðarreikningur:

Ket 12.500 kr.
Önnur matvæli 14.233 kr.
Bústaðir 16.000 kr.
Fordrykkur 3.580 kr.

Samtals 46.313/11 = 4.210 kr á mann.

Er þess auðmjúklega farið fram á að einstaklingar þeir er þátt tóku (aðrir en þeir þrír er lögðu út fyrir herlegheitunum) leggi téða upphæð inn á reikning 0115-26-42760, kt. 241077-4629.

Með fyrirfram þökk,
Nemdin.

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Los Fotos

Klöppum fyrir Jarlaskáldinu fyrir að vera búið að skella á alnetið myndum frá La Grande bouffe 2006.
Hirðljósmyndarinn á heiður skilið. Hurra!!

föstudagur, nóvember 17, 2006

Allt að gerast...

...og klukkan er!

Já, nú er allt bókstaflega að verða vitlaust fyrir Matarveizluna miklu. Hinir ýmsu aðilar eru bókstaflega að tapa sér í undirbúningi sem er væntanlega á lokastigi nú þegar þetta er ritað. En hvað um það og ekki orð um það meira.

Ætlaði bara að minna fólk á húsbandið sem mun leika fyrir danzmenntum á harmonikuballinu í kveld og sjá um dinnermuzik annaðkveld.
Hér er að sjálfsögðu verið að tala um sillingina í Das Richard Clayderman coverband. Það ætti nú vart að þurfa að kynna þessa eðalhljóðfæraleika en þess er nú samt þörf.
Hljómsveitina skipa eftirfarandi:

Jogvan í Fötu frá Færeyjum á Bylgistúpu
Jan Mayen frá Angmagssalik á Munnangurshörpu
Jón Rídalín á Fiðlugranda
Abula Bin Lati Ósómi á Mekkanikku
og síðast en ekki síst Einar Örn frá Svefneyjum á Purkhorn.

Á meðan húsbandið spilar, í bústaðnum í Reykjaskógi, mun þjóðdanzafélag eldri borgara á Stokkseyrarbakka stíga á stokk.

Fleira var það ekki
Góðar stundir
Tónlistarráð.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Er ekki bara stemning fyrir því???

Já, já, já ég veit. Þetta er alveg skelfileg klísja en Litli Stebbalingurinn notaði hana nú samt. Örlítið skárra en ,,eru ekki allir í stuði´´, sem er bara töff sem bókaheiti. En hvað um það þarna hefur undirritaður notað tvær að ofnotuðustu setningum þessa máls og það á degi íslenskrar tungu. Mæli frekar að á þessum degi sé skálað fyrir góðri fyllibyttu sem Hallgrímsson, Jónas var. Afsakið, en þarna missti sagnaritarinn sig aðeins út einhverja vitleysu sem kemur efni þessa fátæka pistils ekki vitund við.

Rétt eins og landsins lýð ætti að vera ljóst verður matarveizlan mikla haldin um komandi helgi. Þetta er einn af föstum liðum sem V.Í.N. heldur árlega ár hvert.
Svona ef fólki leiðist í vinnunni á morgun, nú eða í dag. Kannski ef sumir hafa ekkert að gjöra í kveld þá ætti fólk að geta stytt sér aldur með að rifja upp fyrri matarveizlum á stafrænu formi.

Hér er sú fyrsta
Þetta er árið eftir hinar skelfilegu Ölvunarborgir
Þetta er sama ár og hér að ofan, en á þeim tímum er Lilli fór á fjöll.
Og að lokum hér er svo síðasta ár.

Vona að hafsjór minninga hafa náð að flæða við að sjá þessar myndir.
Þeir sem ekki koma eða hafa aldrei farið sjá hverju þeir missa af. Hinir, sem eru að fara, fái bara vatn í munninn.

Góðar stundir
Manneldisráð.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Af alpagreinum skíðaíþróttarinnar

Skv öruggum heimildum málgangsins þá er ætlunin að opna í Hlíðarfjalli á Agureyrish um helgina. Í ljósi fyrirhugaðar ferðar norður yfir heiðar eru þett góðar fréttir.
Nú er bara vona að þetta haldist og bæti bara í.
Fleira var það ekki að sinni

Góðar stundir
Skíða-og rennslisdeildin

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

LGB

Svona rétt eins og landsins lýð ætti að vera ljóst er okkar árlegi hátíðarkvöldverðarsumarbústaðaferð á næsta leyti eða bara eftir 10.daga.
Sjálfsagt liggja vel flestir með hausinn á kafi ofan í Kökubók Hagkaups, Grillbók Gunnars, Anarchist Cookbook og öðrum slíkum kokkabókum, og er það vel.

Það er samt annað mál sem ferðanemdin er að spá með en það er hvað gjöra skal til afþreyingar á laugardeginum, svona fyrir utan þetta augljósa, sem er auðvitað að lauga sig og sína á laugardegi í Laugardalnum. En hvað um um það.
Hvað skal gjöra? Já, það er stóra smurningin sem svarið vantar við.
Á bara að skella sér til Hnakkaville og góna á fótbolta? Líkt og gert var árið sem sumir voru nefbrotnir. Enga Ölvunarborgir þetta árið, takk fyrir.
Eða skella sér í smá jeppó rétt eins og árið sem sumir vígðu nýja bíllinn sinn með að bleyta aðeins felgurnar.
Skoða náttúrufyrirbæri eins og var gert í matarveizlunni þar sem boðið var upp á gæsina góðu.
Ellegar skal halda til jökla sem gert var síðasta ár.
Rétt eins og komið var að hér áðan er svo möguleiki að fara í laug á laugardegi og þá kemur þessi til greina. Rétt eins og hugmyndir voru uppi um fyrr á þessu ári
Svo má líka nota daginn til að rækta líkama og sál með því skunda upp einhvern hól í nágrenninu

Nú er bara um að gera fyrir fólk að leggja höfuð í bleyti, en auðitað án þess að bleyta hárið að sjálfsögðu, og reyna finna eitthvað snigðugt og skemmtilegt til að gjöra.
Engin hugmynd er svo slæm að ekki megi ræða hana.

Kv
Ferðanemd

E.s. í óspurðum fréttum er það hélst að Blöndudalurinn sé búinn að útvega annað bústað í Miðhúsaskógi. Sá á víst að vera svefnstaður fyrir þá sem vilja fara snemma að sofa.

laugardagur, nóvember 04, 2006

Skíðafréttir

Skv. þessari frétt þá átti að opna skíðavæðið á Oddskarði í dag. Sem er mjög gott. Fréttasvið skíðadeildar hefur fengið þetta staðfest. Þetta verður allt að teljast frekar svona jákvætt.

Ekki verður það sama sagt um Hlíðarfjall á Agureyrish. Þar er bara hiti og ógeð þessa stundina, en þó er von áður en V.Í.N. heldur í sína Aðventuferð til Agureyrish til skíðaiðkunar.

Held að óhætt sé að fullyrða að útlitð sé eina svartast í Bláfjöllum. Hvað um það meðan það telst vera vetur þá er von. Nú er bara um að gera að hvetja sem flesta að koma sér út og stíga þar snjódanzinn. Allir að taka nokkur spor í kveld hvort sem er heima í stofu eða á danziballstöðum bæjarins. Treysti á að Skáldið komi til að stunda trylltan snjódanz líkt því er von og vísa.

Með von um mikinn snjó og hörku frost
Kv
Skíðadeildin