miðvikudagur, september 26, 2007

Gamall og góður



Þá er ekki úr vegi að minnast á það að göngudeild VÍN átti góðan dag í gær og arkaði upp á eitt stykki Esju og það á einni klukkustund og sex mínútum. Fínn labbitúr og góð æfing fyrir þrammið um stræti Nýju-Jórvíkur eftir mjög svo fáa daga. Nokkrar myndir af labbinu má sjá hér.

sunnudagur, september 23, 2007

Innantómt bull

Þrátt fyrir að hinni opinberu V.Í.N.-rækt sé formlega lokið a.m.k þetta árið. Rétt eins og landslýð ætti að ljóst fyrir nokkru síðan. Þá af gömlum vana hefur undirritaður ekki séð sér annað fært nema setjast niður fyrir framan tölvuna og krassa niður nokkur fátækleg orð á stafrænu formi. Þetta er líka gjört til að koma í veg fyrir að seinna í kveld fari að renna niður bakið kaldur sviti og titringur í höndum. Þar hafið þið það.

Fyrst maður er á annað borð byrjaður þá er ekki úr vegi að minna á La Grand Buffet. Eins og hér kom fram þá er búið að ákveða dagsetningu þó svo að staðsetning sé ekki orðin endanlega. Það er verið að vinna í því. Svo að allir ættu að vita hvert á að fara til að borða á sig gat.
Að því gefnu má benda fólki á að halda sig á minningarakreininni og skoða þetta. Þetta voru tímarnir.

Þangað til síðar.
Góðar stundir

þriðjudagur, september 18, 2007

Opna stefnumót VÍN

VÍN auglýsir eftir þátttakendum í opna stefnumótið. Mótið fer fram í héraðsdómi og verður keppt í tveimur flokkum stefnenda og stefndra. Veitt verða verðlaun fyrir flesta ákæruliði með og án afbrotaferils. Einnig verða veitt nándarverðlaun fyrir stefnu næst sannleika á öllum stjórnarskrárbrotum. Áhugasömum er bent á að skrá sig til leiks hér.

sunnudagur, september 16, 2007

V.Í.N.-ræktin´07

Rétt eins og fastalesendur V.Í.N.-síðunnar hafa vafalaust höggið eftir hefur V.Í.N.-ræktin verið auglýst hérna nær hvern messudag, með þó nokkrum undantekningu, síðustu mánuði.
Nú verður á því breyting því ekki verður auglýstur dagskrárliður í V.Í.N.-ræktinni komandi þriðudag. Ég endurtek ekki. Jú, ég endurtek víst það verður ekkert á döfunni komandi þriðjudagskveld. Þrátt fyrir að það sé bezta kveld vikunnar rétt eins og allir ættu að vita. Nú hefur hinn formlega og skipulaga V.Í.N.-rækt á þriðjudögum runnið sitt skeið á enda amk þetta árið. Þar sem þetta tókst með afbrigðum ágætlega má telja það næsta víst að endurtekið framhald verði næsta vor. Þá vonandi með einhverjum nýungum jafnvel farið á ný og áður óklifin fjöll sem nýjar hjólaleiðir farnar. Nánar að því þegar þar að því kemur. Það verður líka vonandi betri mæting á næsta ári, ný andlit og ekki væri verra ef kvenþjóðin myndi fara að senda sinn eða sína fulltrúa. Skiptir ekki öllu.
Vill nemdin þakka fyrir sig og þetta sumarið. Um leið benda á það að það verður ekki undan því lokum skotið að einhverjir laugar-og/eða sunnudagar verði nýttir í vétur til þess að rækta líkama og sál. Slíkt verður þá auglýst á þessum vettvangi síðar og þegar þar að því kemur. Allar hugmyndir og ábendingar eru vel þegnar.

Rétt eins og hér kom fram fór síðasti liðurinn í V.Í.N.-rætinni fram núna síðastliðinn þriðjudag. En það var einmitt hjólatúr um Elliðárdal og nágrenni.
Það var ekki margmenni í þessum hjólalið heldur mætti aðeins einn einstaklingur og það var Litli Stebbalingurinn. Það var hjólað allann Elliðaárdalinn og svo í kringum Rauðavatn. Túrinn þurfti að enda í fyrra falli vegna þess að birta var farin að verða af skornum skammti. Endu að síður fínn túr og góður endir á V.Í.N.-ræktinni.

Þanngað til síðar
Heilzudeildin hjólasvið

miðvikudagur, september 12, 2007

Staðsetning

Nú þegar búið er að ákveða að hafa Grand Buffet helgina 26-28 okt. þá þarf að finna staðsetningu fyrir veisluna. Vil ég því biðja alla að leggja hausana í bleyti og finna hús. Hús þetta þarf að vera stórt, ekki of langt frá Reykjavík og helst með heitum potti. Endilega kannið á öllu sem ykkur dettur í hug og tjáið ykkur svo í kommentakerfinu.

Fyrir hönd skipulagsnemdar
Alda

sunnudagur, september 09, 2007

Taka tvö!



Fyrir viku síðan var síðasti skipulagði dagskrárliðurinn í V.Í.N.-ræktinni auglýstur. Skömmu síðar var honum frestað um viku.
Nú skal reynt aftur og er stefnan að hjóla í Elliðárdalnum og næsta nágrenni. Þar sem nennan er ekki fyrir hendi þá er áhugasömum ráðið að lesa fæsluna frá því síðasta sunnudag. Nota tengilinn hér að framan nú eða bara skrölla niður og lesa sig þar til. Þar standa allar helstu upplýsingar og hafa þær ekkert breyst nema allt hefur frestast um viku tíma. Allar staðsetningar og tímasetningar eru þær sömu. Nú er barasta að vonast til þess að veður verði sómasamlegt til hjólreiða.

Kv
Hjólasvið

mánudagur, september 03, 2007

Fyrningafrestur

Af óviðráðanlegum orsökum ætlar hjólasvið að fara fram á það að fyrirhuguðum hjólatúr, núna komandi þríðjudagskveld, verði frestað um viku.
Þar sem þetta er nú eitt það allýðræðislegasta félag sem um getur í Íslandssögunni þá mun einfaldur meirihluti ráða. Hægt er neyta atkvæðisréttar sinns hér í athugasemdakerfinu að neðan. Þó er mælst til þess að fólk samþykki þetta. Það er samt engin pressa

En í óspurðum fréttum þá fór undirritaður til móts við annan mann í fjallgöngu í gær, messudag. úr varð að fara á Skálafell á Hellisheiði.
Sjálfsagt hafa flestir áttað sig á því að þarna var Jarlaskáldið með í för og útvegaði það líka fararskjótan Lilla til að koma okkur að fjallsrótum og til baka. Ekki þarf að spyrja að því að Skáldið var vopnað myndavél og má afraksturinn skoða hér.

Góðar stundir
Heilzuráð

sunnudagur, september 02, 2007

Út í Elliðaárdal, út í Elliðaárdal...



...út í Elliðaárdal, kvað Vestmannaeyjaskáldið eitt sinn. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að Elliðaárdalurinn og hanz næzta nágrenni er einmitt næsti viðkomustaður V.Í.N.-ræktarnar sem verður að þessu sinni hjólhestatúr. Þá er ætlunin að hjóla upp Elliðárdalinn og fara svo í kringum Rauðavatn. Vel við hæfi að hafa síðasta dagskrárliðin í léttari kantinum.
Eins og fólk hefur sjálfsagt tekið eftir þá er þetta allra síðasti hlutinn í skipulagðri V.Í.N.-ræktinni sumarið´07. Sjálfsagt má búast við þið að þessu verði eitthvað framhaldið á haustmánuðum en verði þá meira færð yfir á laugar- eða sunnudaga. Svona til þess að nota dagsbirtuna. Sem fer nú óðum þverandi með hverjum líðandi degi. En nóg um það.
Hittingur að þessu sinni verður við Elliðárstífluna amk fyrir þá sem búsettir eru í Breiðholtinu nú eða Rivertown. Ef einhverjir sem búsettir eru utan úthverfa Reykjavíkurborgar er upplagt að hitta Grafarvogsbúana við nýja rafstöðvarhúsið. Eigum við ekki að segja að tímasetning verði 19:00 nema einhverjir hafi athugasemd við það. Hvað um það en stigið verður á sveif komandi þriðjdag.

Núna síðasta þriðjudag var skundað á Stóra-Kóngsfell. Því hefur verið gerð ágætisskil bæði hérna, í máli, og síðan hér í myndum. Höfum ekkert fleiri orð um það.

Kv
Hjólasvið