sunnudagur, ágúst 31, 2008

Núna tekst það



Þá er kominn ný vika og mánaðarmót rétt að bresta á með haustið hinum megin við dyrnar. Af örsökum sem ekki verða tíundaðar hérna þá var V.Í.N.-rækt síðustu viku frestað. Núna á þriðjudaginn er stefnan að taka aftur upp þráðinn og halda upp Kerhólakamb á Esjunni. Það er nú farið að styttast í annan endan á formlegri dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar þetta sumarið og síðasti sjéns að bregða sér með.
Hittingur þá eru það kunnulegar slóðir eða N1 benzínstöðin í Mosó. Ættum aðeins að kannast við okkur þar. Ætli það sé ekki fínt að hafa tímann 19:00. Sum sé þriðjudagurinn í Mosó og Kerhólakambur

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, ágúst 24, 2008

Þingfundi frestað

Það hefur nú vart farið framhjá nokkrum manni sem á annað borð les þessa síðu (þessum örfáu) að á þriðjudögum með nokkrum undantekningum hefur líkami og sál verið ræktað. Kannski má segja með misjöfum árangri en vonandi allir sáttir sem hafa farið með.
Nú ætlar nemdin að bera fram þá ósk að V.Í.N.-ræktinni þessa vikuna sem á að vera ganga upp á Kerhólakamb verði frestað um eina viku af nokkrum örsökum. Hafi fólk eitthvað við það að athuga er það vinsamlegast beðið um að tjá sig í athugasemdkerfinu hér að neðan. Skiptir þá engu hvort það er þessari tillögu samþykkt eða ekki nú eða hafi ekki skoðun á því þá er orðið opið.

Kv
Göngudeildin

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Hjólavatnstúr



Þrátt fyrir að sumri sé heldur betur halla og það jafnvel undan fæti þá heldur V.Í.N.-ræktin sinni áætlun. Eins og var búið að auglýsa fyrr í vikunni var stefnan tekin á Hafravatn þetta þriðjudagskveld. Þrír drengir hittust svo við Nóatún í Grafarholtinu og þar voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Jarlaskáldið

Byrjað var á því að kíkja aðeins á Reynisvatn og það tókst svo að finna stíg eftir að hafa farið smá strumpaleið. Við fylgdum stíg þessum uns komið var á reiðstíg sem hjólað var eftir. Alla vega þá tókst að komast að Hafravatni. Síðan var haldið áfram að stíga á sveif og það alla leið yfir í Mosfellssveit. Þar var Ísalpskálinn skoðaður í bak og fyrir. Eftir ítarlega skoðun var haldið áfram og nú bara eftir malbikuðum stígum uns komið var í Grafarvog. Við Gufuneskirkjugarð skildust svo leiðir og allir þrír úthverfaprinsarnir heldu hver sína leið heim. Engu að síður fínn hjólatúr í blíðviðri og þakka þeim sem nenntu með.
Fyrir hina þá er hægt að skoða myndir úr ræktinni hér

Kv
Hjóladeildin

mánudagur, ágúst 18, 2008

Hafragrautur



Þá er loksins komið að því að draga hjólhestana aftur fram úr geymslunni og brúka þá í V.Í.N.-ræktinni núna komandi þriðjudag. Nú skal hjólað í átt að Hafravatni og jafnvel eitthvað um þær slóðir ef vel liggur á mannskapinum.
Ætli það sé ekki skást að hafa hitting við tíkina í túninu í Grafarholtinu og eigum við ekki að segja kl:19:00. Það er svona orðinn þokkalega sígildur tími. Hugsanlegt að Skáldið vilji eitthvað um tímasetninguna að segja og að sjálfsögðu mun hjóladeildin verða við óskum þess. Bara að sem sem flestir komi til með að sjá sig og komi sér í smá form fyrir drykkjuómenningarnótt.

Kv
Hjóladeildin

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Hressleiki

Það er eitthvað lítið að gerast þessa dagana. Hressum okkur upp með myndbandi:

föstudagur, ágúst 15, 2008

Mamma, ég er svangur!



Nú þegar sumarið er senn á enda og sláturtíðin framundan. Já, líkt mörgum V.Í.N.-liðanum er von og vísa þá verður tekið slátur í stórum stíll. Það er fátt sem jafnast á við slátur og kjamma. Talandi um það. Það hefur verið órjúfandi hefð hjá V.Í.N. á hverju hausti að safnast saman í bústað og éta þar á sig gat.Einhver tjélling sagði eitt sinn ,,að ekki væri ráð nema í tíma sé tekið´´. Eldri Bróðurinn og Litli Stebbalingurinn hafa aðeins rætt þess mál sín á með rafrænum orðum og varð niðurstaðan sú að tími væri kominn að fara að vinna í þessu máli.
Fyrsta skrefið væri kannski að finna góða og hentuga helgi. Komið hefur upp í umræðunni að sniðugt væri að halda þetta fyrstu eða aðra helgina í október, þ.e. finnist rétti bústaðurinn. Síðan væri fínt að heyra frá fólki hvort það hafi hug á því að mæta, hvort sem það væri alla helgina, eina nótt eða bara í matinn. Ekki vera feimin og verið óhrædd við að tjá ykkur í athugasemdakerfinu hér að neðan.
Svo nú er bara að leggja höfuðið í bleyti með matseðil og fara gera tilraunir í
eldhúsinu. Sömuleiðis væri ágætt ef fólk ,sem tök hefur á, gæti tjékkað á bústað á góðum stað.

Kv
Manneldisráð

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Tindurfit



Ef dagurinn í dag var með þeim síðustu góðviðrisdögum þessa sumars þá var hann nýttur vel en þar til þess að skreppa í smá bíltúr. En tveir Flubbar og aukaheiðurs meðlimur fóru af stað úr bænum. En þetta voru:

Stebbi Twist
Maggi á Móti
Eldri Bróðurinn

Var svo Fimman fararskjóti vor

Fyrsti viðkomustaðurinn var við skálabyggingu FBSR í Tindafjöllum. Eftir úttekt þar sem og við þar sem Ísalparskálinn stóð var ekið sem leið lá Tindfjallahringur og niður á Keldur. Síðan var Heklubraut tekin uppeftir og endað í pulsustoppi á Landvegamótum.
Fínasta jeppó í fínu veðri. Hafi fólk áhuga er hægt að kíkja á myndir úr túrnum hér.

Kv
Jeppadeildin

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Komin í gagnið aftur



Þá er V.Í.N.-ræktin rúlluð aftur að stað eftir smá hvíld. Rétt eins og var auglýst hér þá var skundað í Stóra-Meitill núna fyrr í kveld. Það voru svo fjórir dregnir (mínus einn og plús annar) sem lögðu af stað frá Þrengslunum. Þetta voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Blöndudalur

Var þetta verk alveg prýðilegt eftir þessa pásu og tók alveg hæfilega á, bæði í tíma sem og líkamlega. Nenni eiginlega ekki að hafa þetta mikið lengra og eru sjálfsagt flestir fegnir því. Því er bezt bara að benda fólki á myndir úr túrnum.
Rétt eins og sjá má þá var Skáldið með og var hann líka vopnaður stafrænni myndavél. Fastlega má búsast við að kappinn verði búinn að setja sínar myndir fljótlega á lýðnetið. Líkt og hanz er von og vísa.
Hvað um það en sé áhugi fyrir hendi má skoða myndir hér.

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Hamar og stóran meitill



Þá er loks komið að fyrsta dagskrárliðnum í V.Í.N.-ræktinni þennan mánuðinn. Líkt og síðast þá hefur sú einræðislega ákvörðun verið tekin að færa þennan lið um einn dag eða fram á miðvikudag. Af sömu ástæðu og síðast.
Nú skal gengið á Stóra-Metill í Þrengslunum og ætti það að vera á hvers manns færi. Hittingur skal verða við Gasstöðina við Rauðavatn kl:19:00 á miðvikudag n.k og þar verður raðað í bíla og ekið áleiðis uns göngu skal byrja.
Sum sé V.Í.N.-rækt frestast um dag og fer fram á MIÐVIKUDAG nk og þá skal það verða Stóri-Meitill. Vonandi að sem flestir láti sjá sig.

Kv
Göngudeildin

E.s. sem þetta ritaði skrapp í stuttan hjólatúr í dag ásamt Eldri Bróðurinum. Hjólað var frá Stíflunni og niður í Nauthólsvík og síðan kíkt aðeins í bæinn. Að lokum var ferðin nýt og Afi sóttur sem kom okkur örugglega upp í úthverfin aftur. Myndavélin var höfð meðferðis og afraksturinn má skoða hér

laugardagur, ágúst 09, 2008

Skorrahjóladalur



Svona rétt eins og kom fram hér í færslunni að neðan var stefnan tekin á Skorradal um helgina. Þrátt fyrir yfirlýstan áhuga allnokkura þá varð mæting heldur dræm þegar á reyndi. Taka skal það fram að fyrirvarinn var heldur stuttur. En engu að síður var ekki margmennt nema tvímennt geti talist til margmenni. Þeir sem fóru voru:

Stebbi Twist
Yngri Bróðurinn

2.stk Gary Fisher og sá Nasi um að koma mönnum og hjólum til og frá Reykjavík.

Eftir kveldverð á flöskudagskveldið var ekið sem leið lá um Uxahryggi og komið við í Krosslaug þar sem menn komu heilagir upp úr. Fínasta laug þrátt fyrir að varla getað talist með þeim stærri. Er í Skorradal var komið var tjaldið í Selskógi, hjólin græjuð stuttu síðar var gengið til svefns.

Vaknað var hæfilega snemma á laugardag og eftir loka undirbúning var lagt af stað. Ekki var komið langt á leið er Yngri Bróðurinn þurfti að snúa við vegna dúndrandi höfuðverks. Var ekkert annað í stöðunni fyrir Litla Stebbalinginn nema halda einn áfram hringinn. Þar sem engar voru verkjatöflur með í för ætlaði kauði að bruna í Borgarnes og útvega slíkt og koma svo á móti Stebbalingnum. Skemmt er frá því að segja að undirritaður fór mestan hluta leiðarinar einn síns liðs en Yngri Bróðurinn kom svo á móti er ca 10 km voru eftir. Það verður að segjast að þetta er æði skemmtileg leið og má alveg endurtaka við betra tækifæri og þá vonandi með fleiri þátttakendur
Ný sundlaug, við Kleppjárnsreyki, var vígð og er það hin sæmilegasta sveitalaug. Er sundferð lauk átti að grilla en fyrst var það smá kría. En viti menn þá byrjaði að rigna og við það duttu menn aðeins úr stuðinu þar sem ekki virtist ætla að stytta upp. Var það því niðurstaðan að pakka niður og koma sér í bæinn.
Það var síðan farin æði skemmtileg leið til að komast niður á þjóðveg nr:1 eða línuveginn yfir Skarðsheiði sem undirbúning fyrir næstu hjólaferð. Fínasta jeppó það og skemmtilegasti slóði. Það var síðan rúmlega 22:00 sem komið var aftur í borg óttans.Hafi einhver áhuga og nennu má sá hinn sami skoða myndir en til að nálgast þær er það gert hér

Kv
Hjóladeildin

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Jói á hjólinu



Það telst nú varla til tíðinda að þegar helgi nálgast að sumarlagi þá fara V.Í.N.-verjar að huga sér til hreyfings. Jafnvel líka þó það sé mið vika.
Með aðstoðar fjarfundarbúnaðar var nú fyrr í kveld ákveðið að kýla loks á það að hjóla í kringum Skorradalsvatn. Kannski ef heppnin verður með oss þá sjáum við orminn ægilega. Ætlunin er að fara annaðkveld og slá upp tjaldbúðum í Selskógi, hugsanlega ástunda örlítil aðalfundarstörf þar. Ef stuð verður á mannskapinum er spurning með að kíkja í Krosslaug nú eða bara bíða með það fram á sunnudag.
Síðan er stefnan að stíga á sveif á laugardag og hjólhestast sem leið liggur hringinn um Skorradalsvatn. Þar sem þetta er nú ekkert alltof langt frá höfuðborginni ætti að vera lítið mál fyrir fólk að hitta okkur á laugardag hjóla með okkur og fara síðan heim aftur komi það betur fyrir fólk. Sömuleiðis er öllum velkomið að kíkja á okkur á laugardag, grilla og tjalda ef það nennir ekki að hjóla eða bara grilla. Nú eða bara koma með á morgun og vera þá grunnbúðarstjórar. Bezt að hver og einn hafi bara frjálsar hendur með það. Að sjálfsögðu verður svitinn skolaður af í einhverri sveitalauginni.
Sunnudagur þá verður bara fundið sér eitthvað skemmtilegt að gjöra og góð leið heim. Passa bara að koma heim fyrir Top-Gear.

Kv
Hjóladeildin

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Vaðallundur



Þrátt fyrir að menn væru enn að jafna sig eftir Þjóðhátíð þá ákváðu Bogi og Logi að nota aðeins sumarfríið og skella sér úr bænum. Það var nú frekar lágskýjað svo lendingin var að hafa þetta allt saman í auðveldari kantinum. Eftir nokkrar vangaveltur og hafa rýnt í veðurkort varð niðurstaðan að halda ve(r)stur á bóginn. Tjalda í Bjarkarlundi og koma við í laug á leiðinni. Svo skyldi gengið á Vaðalfjöll.
Það má alveg segja að þetta plan hafi gengið eftir. Það var lagt´ann seinni part þriðjudags. Grafarlaug var prufuð á leiðinni á næturstað og var sú laug svona lala en það er allavega búið að prufa. Þegar á næturstað var komið og tjöldun lokið (það er hátíð að reka niður tjaldhæla í Skaftafelli í samanburði við Bjarkarlund) var grillað léttmeti. Fljótlega eftir kveldhressingu var farið í draumaheima.
Um hádegi var haldið til fjalla og var gangan alveg hæfileg m.v ástand manna en gangan var fremur auðveld og útsýni gott af toppnum. Göngusvitinn var skollaður í burt í Grettislaug á Reykhólum.
Smá krókur var tekinn á heimleiðinni m.a komið við á partíeyrinni Borðeyri og í gegnum Borgarfjörðinn. Nenni ekki að rita meiri texta en bezt að láta myndir tala sínu máli en það má gjöra hér

mánudagur, ágúst 04, 2008

Þjóðhátíð 2008



Þá er enn eini Þjóðhátíðinni lokið. Þess má til gaman geta að hjá Litla Stebbalingnum þá nálgast það óðum að hann nái einum og hálfum tug í fjölda. En hvað um það.
V.Í.N. átti nokkra fulltrúa í Eyjum þetta árið líkt og mörg önnur. Allt gekk vel fram og svona innan hæfilegra marka. Fyrir þá sem voru uppi á fastalandinu eða ef menn vilja rifja upp helgina þá eru komnar inn myndir.
Góða skemmtun