þriðjudagur, ágúst 31, 2010

Selt



síðasta miðvikudag var skundað í Hvalfjörðinn með það að markmiði að toppa Selfjall í Botnsdal. Var það fjall bæði hluti af V.Í.N.-ræktinni sem og taldi það í 35.tindaverkefninu sem fjall nr:20 í röðinni. Sem er mjög gott.
Þar sem enginn vildi hitta okkur á N1 í Mosó voru það því bara tvær sálir sem lögðu í´ann

Stebbi Twist
Krunka

Skemmst er frá því að segja að förin upp á við gekk stórslysalaust og náðu báðir aðilar að toppa. Sem er líka mjög gott. En myndavélin var með í för og myndir eru hérna

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, ágúst 25, 2010

Hrói Höttur



Fyrir hálfum mánuði síðan var V.Í.N.-ræktin endurræst eftir smá sumarfrí. Fyrir valinu varð að skunda á Hrómundartind á Hellisheiði. Þrátt fyrir móngó blíðu voru bara þrjár sálir sem heldu í leiðangurinn. Varla þarf það að koma neinum á óvart að þetta var hin heilaga þrenning V.Í.N.-ræktarinnar 2010. Svona upp á gamlan vana er bezt að telja þá upp

Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn

Eins og áður sagði var brakandi þurrkur á Heiðinni og við toppuðum Hrómundartind, sem eru reyndar tveir og líka Tjarnarhnjúk. Síðan tókum við lengri leiðina niður og í töff gil eitt, Tindagil, er alveg hægt að mæla með þessu fjalli og gili á bakaleiðinni. Þó svo að tindurinn sé ekki hár er landslagið þarna bara svo magnað og útsýnið flott af toppnum. Annar er bara bezt að láta myndirnar tala sínu máli hérna

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, ágúst 22, 2010

Sel það ekki dýrara en ég keypti það

Því miður þá féll V.Í.N.-ræktin niður í síðustu viku en það skal ekki endurtaka sig aftur þessa vikuna og er ætlunin að skunda af stað á Óðinsdag. Sjálfsagt kemur það fáum eða neinum á óvart að ætlunin er að skunda á hól. Þessi er víst í Hvalfirðinum og það í Botnsdal sjálfum, ber nafnið Selfjall. Reikna ná með því að þetta verði síðasti liðurinn í V.Í.N.-ræktinni þetta sumarið en ef vel liggur á manni getur það gerst að eitt rölt verði í næztu viku en það kemur bara í ljós.
En alla vega þar sem leiðin liggur veztur á veg þá er hittingur á N1 í Mosó á miðvikudag kl:18:30. Sum sé Selfjall á miðvikudag

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, ágúst 19, 2010

Seinni hluti



Svona til að halda í hefðina var sumarfrí og smá túr tekinn eftir Þjóðhátíð.
Byrjað var á að fara á Snæfellsnes þar sem rölt var upp á tvo hóla, Stapafell og Hreggnasa, sem og tvær nýjar náttúrulaugar teknar í úttekt sem voru þau hjón Sigga og Stjáni.
Þegar þar byrjaði að rigna var haldið norður yfir Holtavörðuheiði og eitt fjall á Vatnsnesi toppað sem hefur það skemmtilega nafn Grundarhlass. Þarf varla að koma neinum á óvart en þar lét líka rigningin sjá sig svo ekið var sem leið lá uns það hætti að rigna. Var það í Skagafirði og slegið þar uppi tjaldi og gist til tveggja nátta. Tindastóll var toppaður og eftir sund í kapítalismalauginni á Hófsósi var haldið heim að Hóla og næturdvöl höfð þar. Það er svæði sem má kanna nánar með freistandi toppum í kring og notalegu tjaldstæði í miðjum skógi. En hvað um það. Í Hjaltadal er líka náttúrulaug sem þurfti að máta og ber það frumlega nafn, á þessum slóðum, Biskupslaug. En auk þess var messudeginum ma eytt á bílasafni og á sveitabæ. Nenni eiginlega ekki að hafa þessa upptalningu lengri og læt bara Sony cyber shoot tala sínu máli hérna

Kv
Stebbi Twist

þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Forföll

Hér eru áríðandi skilboð til Hvergerðingins aðallega og kannski eru einhverjir þarna úti sem ætluðu sér í V.Í.N.-ræktina þessa vikuna.
En allavega vegna óviðráðanlegri ástæðu og tiltektar þá fellur V.Í.N.-ræktin niður þessa vikuna. En auðvitað er fólki frjálst, kjósi það svo, að ákveða annað aðra dagsetningu og gjöra eitthvað skemmtilegt. En hin opinberlega V.Í.N.-rækt fellur niður og fylgist með hvert farið verður næztu viku

laugardagur, ágúst 14, 2010

Mín fagra Heimaey



Það þarf vart að koma neinum sem þennan þekkja að kauði, ásamt fleiri V.Í.N.-verjum skunduðum á fjölmennustu Þjóðhátíð amk fram að þessu. Þeir sem þarna voru ásamt undirrituðum voru:

Krunka
Jarlaskáldið
Tóti
Eldri Bróðurinn
Raven
Arna kom svo óvænt á sunnudeginum
og að sjálfsögðu Dísa
Þetta var mikið gaman og mikið fjör auðvitað í blíðskaparveðri. Fyrir þá sem vilja rifja upp nú eða sjá hverju þeir eða þær misstu af má gjöra það hérna

föstudagur, ágúst 13, 2010

Fór í fríið



Þrátt fyrir krepputíma þá þarf maður víst að taka sér sumarfrí eins og flestir landsmenn. Slíkt var nú gjört hjá undirrituðum í lok júlí og lá leiðin austur á boginn norðurleiðina. Ýmislegt var gjört sér til dundurs m.a kíkt á Ysta-Fell. Á Eyglóarstöðum hittum við svo Eyþór og Boggu. Þaðan lá leið okkar á Borgarfjörð Eystri með næturdvöl í Héraðsflóa. Á messudegi var rölt á Dyrfjallatind í bongó blíðu og að sjálfsögðu grillað eftir það. Mánudeginum voru skýin eitthvað lofthrædd svo það var bara farið í bíltúr um Víkurnar í boði Eyþórs. Um kveldið var skundað á Reyðarfjörð með viðkomu hjá Fardagafoss og pulsuveizlu á tjaldstæðinu á Eyglóarstöðum.
Næzta dag leikum við bara túrhesta og farið um helstu firði, víkur og vogi þarna á svæðinu. Enduðum svo daginn á því að kíkja í heimsókn til VJ og HT þar sem þau voru í bústað í Lóni, grillað þar áður leiðin lá áfram í Skaftafell. Eyþór og Bogga urðu reyndar eftir í Lóni og höfðu stefnuna á Lónsöræfi. Eftir nótt í Skaftafelli var skundað á Kristínartinda þar skyggni á toppnum var frekar fágætt. Eftir sund og heimsókn til Helga blauta var síðustu nóttinni eydd í Hrífunesi og haldið svo heim á leið á fimmtudeginum með viðkomu í landeyjarhöfn því jú Þjóðhátíð beið manns handan við hornið
Svona í lokin má geta þess að hér má nálgast myndir

fimmtudagur, ágúst 12, 2010

Le Grande Buffey




Er ekki snilld að hafa Le Grande Buffey helgina 29 til 31 oktober.

Allir þeir sem vita um stór hús, ath hvort þau sé laus og þá endilega panta.

Stóra húsið hjá rafiðnarsambandi er bókað allar helgar út þetta ár.

Kveðja
Matarnemd.

þriðjudagur, ágúst 10, 2010

Allt er þegar þrennt er

Jæja, þá er loks kominn tími að hefja V.Í.N.-ræktina aftur vegs og virðingar eftir smá sumarfrí.
Líkt og hefur verið ætlunin verið í tvö önnur skipti hefur stefnan verið tekin á Hrómundartind en aldrei tekist að reyna hvað þá toppa.
En á miðvikudaginn hefur V.Í.N.-ræktin hug á því að skunda á margræddan Hrómundartind. Þar sem þetta er í austur átt þá er hittingur á klassískum stað eða á sjálfri gasstöðinni og eigum við ekki að hafa stefnumót kl:1830 að þessu sinnu og það er á morgun Óðinsdag.

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, ágúst 05, 2010

útilega um helgina

Útilegunefnd VÍN er ekki hætt þetta sumarið. Því á að smala fólki í útilegu um helgina.

Staðsetning er óákveðin, en veðrið mun ráða för.

Er ekki góður áhugi fyrir því að smella sér eitthvað um helgina ????

Kveðja

mánudagur, ágúst 02, 2010

Eins og apar í búri




Þrátt fyrir að virðist vera sem að V.Í.N.-ræktin liggi í smá sumar dvala þá er ekki svo langt síðan að farið var síðast.
Enn virðist sem Hrómundartindur þurfi að bíða betri tíma því þrátt fyrir að hann skyldi hafa verið auglýstur þá var það slegið af á síðustu stundu og ákveðið að þiggja boð Hvergerðingsins og halda ofan í jörðina. Ásamt einhverjum Hvergerðskum skátum var því haldið í Hellinn Búra.
Að vanda var bara þremennt af V.Í.N.-liðum en það voru

Hvergerðingurinn
Stebbi Twist
Krunka

Skemmst er frá því að segja að við komust inn og alla leið að hraunfossinum svo næzta mál er að síga þar ofan í. En hvað um það, myndir eru hérna

Kv
Helladeildin