laugardagur, apríl 30, 2011

Páskahret



Nú eru páskar liðnir og þetta árið koma ekki aftur fyrr en í apríl á næzta ári.
Eftir miklar vangaveltur og skoðanir á heimasíðu spámanna ríksins var sú ákvörðun, tekin, af okkur hjónaleysunum, að halda norður yfir heiðar vopnuð skíðum og vonast til að geta endað skíðatímabilið sómasamlega. Það tókst og rúmlega það.


Seint á miðvikudagskveldinu var búið að skella 6 pörum af skíðum af mismundi sort á toppinn á Polly og var fyrsta dagleiðin ekki í lengra lagi. Heiðursfólkið Eyþór og Bogga buðu okkur þak yfir höfuðið aðfararnótt sumardagsins fyrsta á ættaróðali Eyþór að Ánastöðum. Þangað var komið einhverntíma vel rúmlega miðnætti og sitið og spjallað ásamt því að njóta öl eitthvað frameftir nóttu.

Eftir að hafa risið úr rekkju að morgni sumardagsins fyrsta skírdags og notið morgunmatar ásamt Mullersæfingar voru þau hjú kvödd og haldið sem leið lá á skíðasvæði þeirra Sauðkræklinga (Sheepriverhook) í Tindastóll. Þar var varla kjaftur á svæðinu er við mættum. Það var bara rennt sér beint í lyftuna og upp síðan aftur í lyftuna. Náðum þarna fínum degi Litli Stebbalingurinn að vígja nýju fjallaskíðin sín og Krunkhildur æfði sig á Þelamerkursveiflunni. Eftir að skíðaiðkun dagsins lauk var farið að huga að sundi en ekki virtist sem Skagfirðingar vildu viðskipti okkar í sundlaugum sveitafélagsins og því bara komið á Þelamörk á leiðinni að húsaþyrpingunni við Eyrina. Eiginlega lauk bara þeim degi.

Þar sem flöskudagurinn langi er í lengri kantinum leyfði maður sér þann luxus að sofa aðeins frameftir þann daginn. Komið var upp í fjall um hádegisbil og ekki var nú mikið fyrir fólkinu að fara, nema þá helst Bangsa, þrátt fyrir sól og rok. En það verður samt að teljast kostur því frá svona 14:30 var fjallið bókstaflega tómt og því hægt að nýta daginn vel í Kerlingafjallafærinu. Eftir þennan skíðadag var skíðasvitanum skolað af í Hrafnagilslaug.

Laugardagurinn rann upp bjartur og næztum því fagur. Aðeins var meira upp í fjalli en deginum áður. Fljótlega hittum við á sjálfan Jökla-Jolla en þar var öll Jöklafjölskyldan í fjallinu með skíðakempuna Úlfar Jökull fremstan þar í flokki. Líkt og daginn áður snarfækkaði þegar leið á daginn og aldrei var neitt ógeðslega mikið af fólki, sem er mjög gott, svo dagurinn nýtist vel. Þegar við komum niður í lok dags og heilzuðum upp á Úlfar Jökull á Töfrateppinu. Klárlega töffari dagsins þar á ferðinni. Sjálfsögðu var svo kíkt í sund og varð Agureyrishlaug fyrir valinu.
Um kveldið bauð Sendiherra V.Í.N. og frú okkur í mat og er þeim hér með þakkað kærlega fyrir gott boð og óskað til hamingju með húsnæðisbreytingar.

Hann Kári blés hressilega á páskadag og því var lokið í Hlíðarfjalli þann dag. En það má ekkert láta sér leiðast svo boðið var í bíltúr yfir á Kljáströnd. Þar kom undirritaður á stað sem hann hafði ekki hugmynd um. Ekki var svo verra að maður sá og veit nú um ,,sundlaug" sem þarfnast nánari skoðunar og prufunar síðar meir.
Síðan meðan páskalærið var í ofninum var farinn einn hringur á gönguskíðum sem var afar hressandi og smá sárabót fyrir að vera ekki í gönguskíðaferð. Ekki gafst tími til sundferða fyrir páskalambið.

Annan í páskum var kominn tími að huga að heimferð. Þá þótti upplagt að koma við í Fjallabyggð og renna sér í Skarði ásamt því að rúlla í gegnum nýjustu jarðgöng Íslendinga. Það var sama sagan þar og i Hlíðarfjalli, varla sála á svæðinu og efra svæðið upp á sitt bezta með frábært færi en að sama skapi jafn lélegt við neðri lyfturnar. Held líka að veðrið hafi verið bezt þarna og þennan dag. Allavega náðum við góðum degi þarna sem og alla hina dagana. Svo um kaffileytið var kominn tími að hætta og reyna að koma sér til byggða ásamt því að hlusta á ,,Nei, hættu nú alveg".
Á baka leiðinni gerðum við aðra tilraun til að komast í sund á Sauðárkróki sem ekki tókst og sömu sögu má segja af sundlauginni á Hvammstanga. Það var svo skriðið í bæinn einhvern tíma á mánudagskveldinu eftir vel heppnaða skíðapáskaferð um þrjú skíðasvæði á norðurlandi.

Hafi einhver endst í gegnum þessa langloku og langi að skoða myndir, sem segja sjálfsagt alla þessa sögu og rúmlega það, má gjöra það hér

F.h skíðadeildarinar

P.s gaman væri að heyra fleiri ferðasögur frá þessum páskum hafi einhver frá slíku að segja

fimmtudagur, apríl 28, 2011

Sá fjórtandi

Sökum almennar leti og áhugaleysis kemur bara nafnalisti upp þessa vikuna:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna


Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn


Fleira var það ekki þessa vikuna og heyrumst í þeirri næztu

Kv
Skránigardeildin

miðvikudagur, apríl 20, 2011

Sá þrettándi

Jæja, nú styttist betur heldur í að fólk fari að minnast þjáningu frelsaranns með botnlausu páskaeggjaáti. Þá er ekki úr vegi að kasta fram lista með óhappanúmerinu góða þ.e sá þrettándi í röðinni þetta árið. Höfum þetta ekki lengra að sinni. Skráningardeildin þarf að halda áfram að undirbúa utanbæjarför. Hér koma nöfn:

Nefnur:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna

Bílar:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Bezt að koma sér í páskafríið.
Gleðilega páska

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, apríl 18, 2011

Eyjafjallajökull



Hvernig er stemmning fyrir Skíða, bretta og gönguferð á Skírdag/sumardaginn fyrsta, ... á Eyjafjallajökul.

Eins og veðurspáin er núna, er það eini dagurinn sem spáir þurru.

???

miðvikudagur, apríl 13, 2011

Tylft

Já, já allt að gerast og klukkan er
Nú er komið að þeim tólfta í röðinni og er það helst að frétta að Kaffi ásamt Sigurbirni gerðu heiðarlega tilraun til kíkja í undirbúnings-og eftirlitsferð inní Þórsmörk og Goðaland en þurfti frá að hverfa eftir einhverjar svaðilfarir. En örugglega bezt að láta kauða koma bara bara með skýrzlu af því litla sem hann sá. En hvað um það
Við hin höldum bara ótrauð áfram og stefnum á loka undirbúnings-og eftirlitsferð um Jónsmessuhelgina. Amk er Litli Stebbalingurinn að vinna hörðum höndum að því að fá frí þá helgi. Komum okkur bara að því sem máli skiftir þessa vikunna en auðvitað er það átt við listann góða

Gleðipinnar:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna

Stuðvagnar:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Þarf vart að koma neinum kjafti á óvart að ekki nokkur sála hefur bæst í hópinn góða en það er svo sem enn nægur tími framundan. En ,,times fun when you having flies" svo ekki staldra oflengi við

Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, apríl 06, 2011

Sá ellefti

Jæja gott fólk. Þá er loks farið að halla í rétta átt, þe áttina að helginni. Þegar það hefur gerst þýðir það bara eitt. Jú, mikið rétt skráningarlistann góða fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2011.
Svo sem ekkert hefur gerst síðan síðast hvorki í skráningu né öðrum almennum undirbúning. Senn líður að páskaeggjum og þá er ekki seinna væna að koma sér að verki í því sem snýr að skráningum sem og öðrum almennum undirbúning. En hvað um það. Þá er komið að máli málanna

Hold og blóð:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna

Plast og stál:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn


Já eða kannski bara nei. Ekki mikið að gjörast eins og er en það hlýtur að koma að því. Kannski rétt að minna á það hvernig ber að haga skráningu en það er bara gjört í skilaboðaskjóðunni hér að neðan. Dugar að nefna nafn. Ekki flókið
En þanngað til næzt

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, apríl 04, 2011

Aftur Agureyrish



Um þar síðustu helgi, þ.e dagana 25-27.marz sl, heldu tveir gildir limir úr V.Í.N. í skíðaferð og tjaldferð með FBSR til Agureyrish. Þar m.a vígði Litli Stebbalingurinn loks nýja tjaldið sitt ásamt því að renna sér í snæviþökktum brekkum Hlíðarfjalls þar sem sunnlensk blíða og sól réð ríkjum. Þessir tveir fulltrúar skíðadeildar voru:

Stebbi Twist
Krunka

Þrátt fyrir að lognið hafi verið á þó nokkuri ferð þarna fyrri parts laugardags náði maður prýðilegum skíðadegi. Svo eftir lambasteikina og til að hita sig upp fyrir svefnpokan var líka tekinn einn hringur á gönguskíðum um kveldið.
Það var svo þoka sem byrgði manni sýn í upphafi messudags en svo rætist heldur betur úr deginum og örugglega ein sá bezti á þessu ári, bæði hvað varðar veður og færi. En nóg um það og bezt að láta myndir bara tala sýnu máli hérna

Kv
Skíðadeildin