laugardagur, ágúst 31, 2013

Menningabústaður: Vaknað upp í Varmahlíð



Það var vaknað upp á messudegi í Varmahlíð og viti menn úti var suddi. En  hvað um það. Við létum það nú ekkert stöðva okkur frá því að taka má sightseening um Varmahlíð á hjólheztunum. Við byrjuðum að skoða tjaldstæðið í Varmahlíð og er það nokkuð lesbískt. Við höfum reyndar mátað það og getum alveg mælt með því. Svo fórum við smá strumpaleið og komum niður hjá Miðgarði, alltaf með hjólheztavagnana í eftirdrægi. Svo hjóluð um við þessar örfáu götur sem eru þarna í þorpinu. Samt alveg merkilegt hvað maður kynnist svona  krummaskurðum upp á nýtt þegar maður stígur út úr bílnum og annað hvort gengur um eða hjólar svona bæi og þorp. Ýmislegt sem kemur á óvart. Þarna í miðri húsþyrpingunni er þétt rjóður og inní því miðju er lundur með bekk. Tilvalin staður til að stanza á og fá sér nezti þegar maður er á ferðinni þarna í gegn. Svo hjóluðum við bara aftur upp í bústað og fórum að undirbúa síðdegiskaffi. Seinnipartin lét svo gamla settið hennar Krunku sjá sig og var aðeins fram yfir kveldmat. Í kveldmat var svo skíthopparaþema þ.e læri og bringur. Skyr, rjómi og ber í eftirrétt. Kveldið var svo frekar hefðbundið. Spjall, öl og potturinn.

Sé áhugi fyrir hendi má skoða myndir hér

föstudagur, ágúst 30, 2013

Menningarbústaður: Vígslubiskup á Hólum



Laugardagurinn rann upp og úti var veður vott. Þá var bara ágætt að taka því rólega. Þegar prinsessurnar í bústaðnum höfðu tekið lúrinn sinn var lagt í smá bíltúr. Það var byrjað á því að skreppa á Sauðuppúrkrók eða Sheepriverhook eins og það leggst út á engilsaxnesku. Auðvitað var byrjað á pílagrímsferð í Kaupfélag Skagfirðinga og sem er vinnuveitandi Geirmundar Valtýrssonar. Þvílík gullnáma sem þessi búð er. Allt frá bollasúpum upp í frystikistur. Amk allt það sem við gleymdum því var reddað þarna. Klárt mál að þarna þarf maður að verzla þegar maður á ferð um heztahéraðið
En hvað um það. Eftir þetta rúlluðum við heim að Hólum í Hjaltadal. Þar lögðum við bílunum á tjaldstæðinu, sem var algjörlega tómt, og tókum fram hjólheztana sem og hjólavagnana og fórum í stutta hjólaferð um svæðið. Kíktum á Auðunarstofu, komust að því að Bjórsetrið á Hólum er opið á flöskudögum milli 21-01. Eitthvað sem þarf klárlega að kanna síðar. Snætt nezti við Nýja bæ og síðan bara hjólað til baka að bílnunum. Þarna var bara tími til kominn að dóla sér til baka í hús og fara að huga að öxuldregnu rolluafturháingunni. Að vísu var komið við á Króknum til að freista gæfunnar og lotta eins það heitir víst.
Óhætt er að fullyrða að matseld hafi tekist vel enda ekki von á öðru þegar maður er með Plástradrottinguna í eldhúsinu þann mikla meiztara kokk. Að vísu sá karlpenningurinn um Landmanninn og það sem á honum var. Allur var maturinn góður sem og eftirrétturinn sem aðallega stóð af aðalbláberjum og bláber, með rjóma eitthvað sem klikkar ekki. Svo tók bara spjall, bjór og potturinn við.

Ef einhver nennir og hefur áhuga má skoða myndir frá deginum hér

fimmtudagur, ágúst 29, 2013

Menningarbústaður: Í hánorður



Eins og kom fram í fræzlunni hér neðan þá voru Plástradrottingin og Hvergerðingurinn svo elskuleg að bjóða oss í bústað til sín sem þau höfðu á leigu í Varmahlíð um síðustu helgi.
Við hjer litla fjölskyldan lögðum af stað úr borg óttans um kaffileytið á flöskudeginum og rúlluðum við í Kjötsmiðjunni til að næla okkur þar í laugardagssteikina. Jöklalamb var lendingin enda eitthvað sem ekki klikkar. Það var svo sem fátt markvert sem gjörðist á för oss norður. Að vísu virtist vera frekar erfitt að fá kaffi í Hreiðavatnskála en þar sá maður að vísu að er komið tjaldsvæði. Kannski smurning um að kanna það næzta sumar, en alltaf gott að vita af nýju og óreyndu tjaldsvæði. Förin helt svo áfram yfir Holtavörðuheiði og svo var gjörður stuttur stanz í sóðasjoppunni Staðarskála þar sem Skotta fékk aðeins að drekka og borða. Við ,,fullorðna" fólkið léttum á okkur og bættum aðeins á bílanammið og jú loks fékk maður kaffi.
Ferðin í Varmahlíð var frekar tíðindalaus enda varla við miklu að búast þegar maður er annars á steindauðum þjóðvegaakstri. En við renndum svo í bústaðinn milli 19-20. Þetta reyndist vera bústaður í eigu sjúkraliðafélags Íslands og hin sæmilegasti bústaður. Amk vel skipulagður. Það var svo fírað upp í Landmanninum til að skutla 200 gr burger á. Annars fór kveldið bara í almennt spjall og sögðu geztgjafarnir okkur frá viku dvöl sinni í Laxárdal. Svo þegar líða tók á kveldið var potturinn mátaður og smakkaðist ölið alveg prýðilega þar.

En allavega þá eru þær örfáu myndir frá deginum sem teknar voru aðgengilegar hér

miðvikudagur, ágúst 28, 2013

Menningarbústaður



Eins og kom fram hér hafði litla fjölskyldan áhuga að gjöra sér ferð burt úr bænum um síðustu helgi. Rétt eins og svo oft áður voru engin viðbrögð við auglýsingunni fyrir utan smá spjall við Brabrasoninn.
Við vissum af Hvergerðingnum og Plástradrottningunni ásamt Sunnu í gamla stöðvarstjórahúsinu við Laxárvirkjun og að þeirri dvöl myndi ljúka á flöskudeginum. Því settum við okkur í sambönd við þau til kanna hvort að þau ætlu að eitthvað útilegast á leið sinni til borg óttans. Þar tjáði Hvergerðingurinn oss það að þau væru að spá í bústað þessa helgi á heimför sinni. 
Það var svo á Þórsdag sem Hvergerðingurinn símaði í Litla Stebbalinginn og tjáði honum að þau væru komin með bústað í Varmahlíð frá flöskudegi til mánudags. Slíkt hentaði ansi vel því ekki þurfti Litli Stebbalingurinn að vera mættur til vinnu á dýrðardeginum mánudegi fyrr en kl:1800 þar sem maður átti kveldvakt. Það var því ákveðið að skella sér í hrossaræktarhéraðið Skagafjörð og mun ferðasagan birtast hér á síðum lýðnetsins næztu daga

þriðjudagur, ágúst 27, 2013

Smáhólar ehf



Ef veður verður eigi svo vott á morgun, Óðinsdag, nú eða á Þórsdag og kíkja þá á eitthvurt smáfellið í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar sem Litli Stebbalingurinn ku víst vera í vaktafríi þá er tímasetning ekki svo stórt mál. En amk er ætlunin að hafa Skottu með og sé áhugi hjá einhverjum eru allir velkomnir með

fimmtudagur, ágúst 22, 2013

Úlfur, úlfur



Rétt eins og minnst var á hér var áhugi hjá okkur hjónaleysunum að skella oss í göngu í vikunni sem senn er á enda. Mánudagurinn, eins góðir og þeir eru, var heldur blautur en spáin fyrir Týsdag var miklu betri svo ákveðið var að bíða fram á þriðja dag vikunnar. Spámenn ríkzins voru þokkalega sannspáir og við ákvöðum að skella á okkur á Úlfarsfell.
Þar það betur heldur sérdeilis prýðilegt í veðurblíðunni og Skotta naut þess í botn að ,,rölta" á sitt annað fjall. En bara til að gjöra langa sögu stutta þá má skoða myndir frá hólaröltinu hér

þriðjudagur, ágúst 20, 2013

Menningarhelgi



Nú senn líður að (drykkju)menningarnótt hér í borg óttans. Það vill líka svo skemmtilega til að þetta hittir á fríhelgi hjá Litla Stebbalingnum. Í því tilefni vorum við litla fjölskyldan að velta því fyrir okkur hvort fólk hefði áhuga á utanbæjarför eða hvort að ætlar bara að drekka í sig menningu um komandi helgi. Amk erum við spenntari fyrir utanbæjarför en það er bara við. Alla vega þá væri gaman að heyra hvað fólk hefur í huga hér í skilaboðaskjóðunni að neðan.

mánudagur, ágúst 19, 2013

Lýðrækt taka tvö



Þar sem síðasta tilraun til fjallgöngu fór ofan garðs og neðan, þá aðallega neðan er ætlunin að gjöra aðra tilraun í dag, mánudag nú eða á morgun þriðjudag. Ætli það sé ekki bara einfaldlegast að stefna áfram á Miðfell við Þingvallavatn en allt getur verið breytingum háð

miðvikudagur, ágúst 14, 2013

Fjallahjólabak



Nú um síðustu helgi blés FBSR til hjólheztaferðar. Tveir gildir limir V.Í.N. heldu í þessa för en það voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn

Svo var Haukur Eggerts (íslandsmeiztari í að tapa fyrir MR í Gettu Betur) sem er örugglega einhverjum kunnugur og svo var líka þarna Óskar einn sem hafði verið í fjallaskíðaferð með VJ á Tröllaskaga í fyrra. Svo er gaman að segja frá því að einn þarna sem heitir Birgir kom með í fyrstu Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurárshátíðarferð það herrans ár 1995. En nóg um ættfræði

Það var haldið úr bænum á flöskudagskveldi, komið við í Hnakkaville í Krónunni og KFC, þar sem Halli Kristins, sem er með ykkur á Bylgjunni, var ekki með í för þá henti enginn debitkortinu sínu. Síðan var bara ekið sem leið lá upp í skálann við Sveinstind. Þar sem þanngað var ekki komið fyrr seint um nótt var bara kastað sér til svefns í skálanum og sofið vært.

Svo um 10 leytið á laugardagsmorgun var stígið á sveif með stefnuna á Skælinga. En það voru 6 garpar og einn bílstjóri sem lögðu þarna í´ann. Gaman að því að hjólheztategundunum var bróðurlega skipt en það voru:

2.stk af Wheeler
2.stk af Trek
2.stk af Cube

Gaman að því.

Að Skælingum var misjafn hvort við hjóluðum eða gengjum með hjólin á öxlinni. Það er samt óhætt að fullyrða að þetta sé mögnuð leið og geggjað landslagið þarna. Er við komum úr gili við Biðill var loks hægt að hjóla meira en að lappa. Rétt áður en við komum að skálanum við Skælinga tók einn ansi góða byltu og heldum við bara að ferðinni væri lokið. En svo reyndist ekki vera. Hjólreiðamaðurinn reif bolinn sinn og sprengdi bæði að framan og aftan. En bílstjórinn fór svo á móti honum og tók hann upp og skellti hjólheztinum á pallinn við hliðina á hinu líkinu. En það hafði ein afvelta kind fengið far með Sexunni inní Hjólaskjól. Góð matarpása var tekin í Skælingum ásamt því að græja hjólið han Bigga og hlúa að honum en hann helt svo bara ótrauður áfram.
Áfram var svo stígið á sveif unz komið var í Hólaskjól en þar losuðum við okkur við líkið og heldum svo áfram inní Álftavötn. Leiðin á milli Hjólaskjóls og Álftavatna var án efa skemmtilegasti hluti þessara dagleiðar. Er komið var í náttstað við Álftavatn voru reistar tjaldbúðir og rolluafturhásingar gerðar klárar fyrir eldun. Mikið var nú maturinn ljúfur og gott að skríða ofan í poka eftir góðan dag á fjöllum.

Það var svo risið úr rekkju á messudagsmorgun í sól og blíðu. Eftir að hefðbundnum morgunverkur lauk var lítið annað að gjöra en setjast á hnakk og hjóla áleiðis í Hólmsárbotna þar sem Strútslaug beið okkar. Ekki var sú leið síðri en sú sem við fórum á laugardeginum en kosturinn reyndar sá að þar var hægt að hjóla meira. Það var svo ansi ljúft að komast í laugina þrátt fyrir að hún verið í heitara lagi en lærin höfðu gott að því. Eftir að hafa baðað sig beið okkar afgangurinn af lærinu við Strútsskála. Sömuleiðis var kærkomið að komast í þurra sokka en hvað um það. Næzt lá leið oss yfir í Hundadal og það var puð að hjóla sandinn þar áður en við komust á veginn. Þar lenti Óskar í smá vandræðum með fákinn sinn en eftir stutta viðgerðarpásu komst hann í lag og hægt var að halda áfram. Við vorum svo ekki búnir að hjóla lengi í átt að Hvanngili þegar FBSR 6 kom á móti til að pikka okkur upp. Þá hófst mikið púzluspil að koma öllum fyrir en það verður ekki farið út í þá sálma hér

Ætla ekkert að hafa þetta lengra og láta bara myndir tala sínu máli hér

Kv
Hjólheztadeildin

mánudagur, ágúst 12, 2013

Lýðrækt



Við litla fjölskyldan erum að spá að notfæra oss vaktafrí fjölskylduföðursins næztkomandi Óðinsdag og skella oss í létta fjallgöngu. Reyndar er ætlunin að hafa Þórsdag til vara. 
Ekki er heldur neglt niður hvaða hól verður fyrir valinu en t.d Miðfell við Þingvallavatn kemur sterklega til greina. Auðvitað eru allir áhugasamir velkomnir með, upplagt fyrir þá sem eru í hvers konar fríum að skella sér með í létta göngu

Kv

sunnudagur, ágúst 04, 2013

Mjór er mikils vísi



Rétt eins og auglýst var hér þá langaði Litla Stebbalingnum eitthvað aðeins að sprikla nú síðasta miðvikudag. Líkt og oft áður þá létu viðbrögð á sér standa og endaði bara með því að við Litla fjölskyldan brugðum okkur í litla fjallgöngu. Þá fyrstu sem Skotta fór með í, m.v viðbrögðið hjá þeirri stuttu þá var þetta ekki hennar síðasta fjallganga því hún brosti bara meira og minna allan tímann þó aðallega á uppleiðinni.
Það var nú ekki alveg ráðist á garðinn þar sem hann er hæðstur og eitt lítið smá fell varð fyrir valinu. Þetta var víst Arnarfell við Krýsuvík. Fínt fyrir alla leiðangursmenn að fara sér hægt eftir smá fjallgönguhlé. Ekki er beint hægt að segja að þetta sé erfitt fjall en fjölskylduvænt. Vart þarf að koma á óvart að það var rok á Reykjanesinu eins og oft áður. Útsýni af toppnum var hið sæmilegasta en það er alveg hægt að mæla með rölti þarna upp vilji fólk auðvelt fjall. Á baka leiðinni tókum við lengri leiðina og fórum í gegnum Grindavík.

En alla vega þá eru myndir frá göngunni hér

föstudagur, ágúst 02, 2013

Kleppur eða Járnsreykir




Rétt eins og hér kom fram stóð hugurinn að skreppa eitthvurt um síðustu helgi. Að lokum varð niðurstaðan að kýla á tjaldstæðið Hverinn við Kleppjárnsreyki. Það má segja að þar hafi verið áætlega margt um manninn amk fyrri nóttína en þar voru:


á Rex



á Sindy með Ken í eftirdragi

Hrönn
Ylfa Karen
Styrmir Snær


Síðan var þarna líka Reynir Hubner og fjölskylda ásamt einhverju vinafólki sínu. Þau öll að vísu pökkuðu saman á laugardeginum og fóru bara heim.

Við hinar þrjár fjölskyldurnar tjölduðum í góðum hnapp og höfðum það bara gaman. Það má taka það strax fram að alls ekki mikið var rætt þarna um Flugbjörgunarsveitina eiginlega bara ekki neitt.
Við sátum bara fram eftir kveldi og spjölluðum drukkum aðeins öl og tókum myndir.

Úff, þvílík blíða og hiti á laugardeginum. Þurftum um tíma að flyja inní fortjald hjá Bubba og Hrönn til að komast úr sólinni. Ekki oft sem það gjörist hér á klakanum. Við tókum svo léttan og rólegan göngutúr þar sem við ma virtum fyrir okkur 2.stk Land Rover, ekki annað í boði þegar Bubbi er með, kíktum á einhvern grænfóðursmarkað og stóran hver sem þarna er. Svo fékk unga kynslóðin að taka út leikvöllinn við skólann líka. Eftir að göngutúrnum lauk var nánast komið að hádegismat svo pullum var skellt á grillið.
Eftir að allir voru orðnir mettir var ákveðið að kíkja aðeins á rúntinn. Byrjuðum að skoða Deildartunguhver (ekkert frumlegt né nýtt) en svo var komið að trompinu. Bubbi vissum einhvern hver sem kemur upp úr Reykjadalsá og við vorum komin með leiðarlýsingu að honum. Ekki vildi nú betur til að við fundum ekki hvar átti að beygja niður að á til að skoða þetta náttúruundur.  sem einfaldlega kallast Árhver. Við renndum því að einum bæ þarna til að spyrjast fyrir. Þá var okkur bara bent að fara í gegnum landið hjá þeim og alveg niður að hver. Áttum bara að láta brauðið hanz vera því það væri ennþá í ofninum. Mikið heiðursfólk þar á bæ. Við ókum svo sem leið lá niður á árbakka. Við strákarnir óðum svo ánna til að sjá hverinn betur og bara bezt að láta myndir tala sínu máli. Eftir þessa skoðun var næzt á dagskrá sund í þessari annars ágætu sveitasundlaug sem þarna er. Svo var bara komið að því að elda sér og sínum kveldmat. Börnin voru svo ansi dugleg í sykurpúðunum sem eftirrétt. Eftir mat var bara áfram setið nú eða staðið, spjallað, sötrað öl og teknar myndir.

Það var svo tæplega 06 á messudagsmorgni sem maður vaknaði við ægilegar drunur en úti var bara einfaldlega þrumur og eldingar. Þær gengu nú yfir en í kjölfarið kom góð rigning. Er flestir voru að skríða á fætur var hætt að yrja úr lofti og einhverju síðar brast á með brakandi þurrki. Það vel og lengi að hægt var að þerra tjöld og sundfatnað. Meðan var bara slappað af og notið þess að vera í helgarfríi. Það var svo rétt fyrir síðdegisskúri að pakkað niður og svo bara dólað í bæinn. Maggi&Co voru svo áfram enda stefndu þau í áframhaldandi ferðalag.

En alla vega þá má skoða myndir frá helginni hér