miðvikudagur, mars 26, 2014

Tólfti í skráningu 2014

Þetta tímatal er alveg að verða hálfnað. Það er vel.
Komum okkur bara að efninu.

Æskuminningar:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi


Æskudraumar:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur

Jæja, senn koma páskar

Þanngað til í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, mars 19, 2014

Ellefti í skráningu 2014

Jæja góðir hálsar. Enn einn miðvikudagurinn runninn upp og að auki að kveldi kominn. Auðvitað táknað það bara eitt að komið er að skráningarlista vikunnar. Vindum oss bara í málið

Skráðar rottur:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku Billi


Ökutækjaskrá:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur

Bara næzt í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, mars 18, 2014

Sneypuför

Nú um síðustu helgi voru þrír gildir limir innan V.Í.N. sem heldu norður yfir heiðar nánar til Agureyrish. Þar var ætlunin að skíða og hitta fólk þar sem telemarkafestivalið var tímasett þessa sömu helgi.
Óhætt er að segja að þetta hafi ekki verið ferð til fjárs. Þegar risið var úr rekkju á laugardagsmorgni og horft upp til fjalla sá maður að þar var ekki mikið um skyggni. Það staðfeztu svo vefmyndavélar. Því var ákveðið að bíða ca fram að hádegi og taka stöðuna þá. Ástandið var þá lítið skárra en engu að síður var ákveðið að kíka uppeftir. En þá var bara verið að loka búllunni og því sjálfhætt við að renna sér amk þann daginn.

Á messudag var bara einfaldlega lokað. Sömuleiðis var Öxnadalsheiðin lokuð en hún opnaði nú fljótlega. En svo sem ekkert markvert gjörðist þann dag. Ekki var þetta alveg bezta Agureyrishferðin hingaði til en fall er fararheill.

Ekki voru teknar það mikið af myndum að það taki því að skella þeim á netið auk þess myndi engin hafa gaman að einhverjum barnamyndum.

Þetta allt saman táknar bara eitt. V.Í.N. mætir aftur að ári og þá verðum við margefld.

Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, mars 12, 2014

Tíundi í skráningu 2014

Þá er þeim merka áfanga náð að koma skráningarlista þetta árið í heilan tug. Sæmilegt það. Það má ekkert slá slökku við amk ekki í andlegum undirbúning. Annars er frekar lítið að frétta en eins og tjélling sagði eitt sinn þá eru engar fréttir góðar fréttir. Þar sem sumardagurinn frysti nálgast eins og óð fluga þá fer allt að fara að gjörast og klukkan er. En hjer er amk skráningarlisti vikunnar.


Liljur vallarins:



Ferðavagnar:



Fleira var ekki í fréttum þessa vikuna. Næzti fréttatími verður að viku liðinni

Kv
Skráningardeildin




miðvikudagur, mars 05, 2014

Níundi í skráningu 2014

Þá er marzmánður runninn upp með sínar mottur. En við látum engar mottur aftra oss frá undirbúningi af fullum, þá meina ég blindfullum, krafti. Allt er ennþá í rólega gírnum og allir alveg sultu slakir yfir því. Þar sem allir eru bara pollrólegir er kannski bara málið að koma sér að máli málanna þessa vikuna. Sem er auðvitað skráningarlistinn góði


Kynjaverur:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn


Kynjavélar:

Willy
Litli Kóreustrákurinn


Allt sum sé rólegt á austurvígstöðunum. Bara þá þangað til í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, mars 02, 2014

Ég fer í fríið



Eins og hefur áður komið fram hér á lýðnetinu hefur Litli Stebbalingurinn varpað þeirri hugmynd fram og stundið upp á að V.Í.N.-liðar haldi saman í sumarreisu. Svona ekki ósvipað og var gjört á því herrans ári 2007. Nú þarf hr.Twist að skila inn ósk um sumarleyfi fyrir 10.marz og þar sem utan að komandi aðili út í bæ er búinn að ákveða að taka sér frí í júlí þá kemur maður til með að sækja um á þeim tíma. Upp er komin sú hugmynd að halda í reisu eftitr helgina sem 19.júlí ber upp á en auðvitað ekkert ákveðið um neitt né hvert. Gaman væri bara að vita hvort einhverjir séu heitir fyrir slíku eða bara hvort hver og einn endi í sínu horni.

Kv
Orlofsnemdin

laugardagur, mars 01, 2014

Vífblafell



Fyrir nákvæmlega viku síðan skruppu Þverbrekkingurinn og Litli Stebbalingurinn í örlitla fjallgöngu. Eins sjá má hér var áhugasömum boðið með en eitthvað stóð á viðbrögðum svo það endaði með því að tveir misstórir lögðu af stað í göngu upp Vífilsfell. Svo sem ekkert frumlegt við það en engu að síður hressandi sér í ljósi þess að á köflum blés örlítið. En toppnum náðu báðir kappar þrátt fyrir harðfenni á köflum. Við enduðum svo ferðina með kaffibolla á Litlu Kaffistofunni
En alla vega þá geta þeir sem áhuga hafa kíkt á myndir frá deginum hér

Kv
Göngudeildin