miðvikudagur, maí 28, 2014

Tuttugasti og fyrsti í skráningu 2014

Þá er listi nr: tuttugu og eitthvað víst orðinn staðreynd og höfum ekkert fleiri orð um það að svo stöddu.


Partýanimals:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi


Merkurkerrur

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur


Nóg þessa vikuna

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, maí 26, 2014

Jaðarsport

Litli Stebbalingurinn skrapp aðeins í Ellingsen í dag. Sem er í sjálfu sér ekki frásögum færandi. En það hitti maður fyrir starfsmann mánaðarins eða sjálfan Bergmann.
Í samræðum okkar þar viðraði kauði þá hugmynd að nú í sumar að hjóla Jaðarinn. Eða frá Bláfjallavegi niður í Heiðmörk. Eins og sjá má hér og hér þá teljum við þetta vera spennandi kost einn góðan sumardag í sumar.
Alla vega þá er hér með þessari hugmynd kastað fram og þar sem hún er orðin skjalfest þá verður etv erfiðra að baka hana. Amk góð hugmynd að stefna að sem og líka Svínaskarð á Hjólhezti

Kv
Hjólheztadeildin

miðvikudagur, maí 21, 2014

Tuttugasti í skráningu 2014

Já, gott fólk það er komið að lista númer 2 tugir. Ekki amalegt það.
Eitthvað lítið að gjörast en hvað um það. Við komum okkur bara beint í listann góða þessa vikuna.

Fólk:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi


Jeppar:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur

Það er komið ágætt þessa vikuna

Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, maí 14, 2014

Nítjándi í skráningu 2014

Þá er maímánuður næztum því hálfnaður og er það vel. Manni sýnist sem svo að sumarið sé svona rétt handan við hornið með sól í heiði og blóm í haga. En er amk kominn tími fyrir fólk að fara huga að útilegukittinu sínu, viðra tjaldið, prufa grillið og svo bara koma sér úr bænum og hefja útilegusumarið.
Talandi um útilegusumarið þá styttist á hverjum degi í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð árið 2014 sem er auðvitað hápunktur hvers útilegusumars eins og allir vita. En nóg komið að einhverri tölu og vindum okkur bara beint í listann góða þessa vikuna.


Sumarstrumpar:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi


Ökutækin:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur


Þetta er bara komið nóg í þessari viku og þanngað til næzt

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, maí 13, 2014

Taka tvö

  • MIÐVIKUDAGURINN 14.MAÍ KL. 20:00

  • plusPoor man's heli

    Sambland af fjallaskíðun og paragliding.
    • Tegund:
    • Skíði/Paragliding
    • Lengd:
    • 6 mín
  • plusPush it

    Flott klifurmynd með þrusu klifurstelpum.
    • Tegund:
    • Klifur
    • Lengd:
    • 26 mín
  • plusThe burn

    Skíða stuttmynd.
    • Tegund:
    • Skíði
    • Lengd:
    • 6 min
  • plusHigh tension

    Lýsing á því sem gerðist á Everest í fyrra, en eins og frægt er orðið urðu slagsmál í hlíðum Everest.
    • Tegund:
    • Fjallasaga
    • Lengd:
    • 36 min
  • Hlé

  • plusSufferfest

    Alex Honnold þarf varla að kynna fyrir BANFF áhugamönnum.
    • Tegund:
    • Klifur
    • Lengd:
    • 18 mín
  • plusKayak free kayaking

    Innanbæjar vitleysisgangur kayakara.
    • Tegund:
    • Kayak brandari
    • Lengd:
    • 5 mín
  • plusThe last great climb (special edit)

    Mt. Ulvetanna á suðurskautinu first accent.
    • Tegund:
    • Bigwall/Alpinismi
    • Lengd:
    • 26 mín
  • plus35

    Stutt video þar sem klifrari fer yfir sína upplifun.
    • Tegund:
    • Klifur
    • Lengd:
    • 5 mín
  • Hlé

  • plusÞumall

    Í lok seinna kvöldsins verður sýnd íslensk mynd frá árinu 1984 um klifurleiðangur á Þumal í Skaftafellsfjöllum. Ari Trausti er þar fremstur í flokki, en með honum í leiðangrinum voru Hreinn Magnússon, Árni Árnason, Pétur Ásbjörnsson, Sigurður Á. Sigurðsson, Birkir Einarsson, Höskuldur Gylfason, Sigurður Grímsson og Karl Sigtryggsson.
    Myndin hefur einu sinni verið sýnd í Sjónvarpinu (1985) en hvergi annars staðar.
    Flott mynd sem hefur sögulegt gildi fyrir fjallamennsku á Íslandi.

mánudagur, maí 12, 2014

...og óskarinn fær!!

  • Þriðjudagurinn 13.05.2014

  • plusSupervention

    Freestyle skíðamyndband, innanbæjar og í fjöllum.
    • Tegund:
    • Skíði
    • Lengd:
    • 16 mín
  • plusCascada

    Straumkayakferðir í háum fossum, hvað þarf að taka meira fram.
    • Tegund:
    • Kayak
    • Lengd:
    • 8 mín
  • plusFlow: The elements of freeride

    Stutt klipping á hjólaferð.
    • Tegund:
    • Hjól
    • Lengd:
    • 3 mín
  • plusNorth of the sun

    Afskekktir og hálf einangraðir, koma sér fyrir og leika sér í öldum.
    • Tegund:
    • Surfing/ Lifestyle
    • Lengd:
    • 46 mín
  • Hlé

  • plusWalled in

    Kayak ferðamenn ferðast um og leika sér í straumvötnum.
    • Tegund:
    • Kayak/ Ævintýri
    • Lengd:
    • 20 mín
  • plusDream lines

    Flogið ofanaf fjöllum í wingsuit galla með fallhlíf.
    • Tegund:
    • Wingsuit flug
    • Lengd:
    • 7 mín
  • plusSpice girl

    Ung stelpa klifrar hættulegar tæpar og ill-tryggjanlegar leiðir.
    • Tegund:
    • Klifur
    • Lengd:
    • 24 mín
  • plusValhalla

    Hvað er skemmtilegra en að vera berrassaður á skíðum

föstudagur, maí 09, 2014

Kvikmyndagerð

Nú í næztu viku þ.e komandi Týsdag og Óðinsdag verður Íslenski Alpaklúbburinn með sína árlega Banff bíómyndsýningu tvö kveld í röð eins og svo oft áður. Í ár verða herleg heitin í Haskólabíó, þið vitið þetta hús sem er eins og harmonika eða myndvél í laginu. Alla vega þá væri gaman að sjá V.Í.N.-verja fjölmenna á þennan menningarviðburð

Kv
Lágmenningardeildin

fimmtudagur, maí 08, 2014

Sumarskíðun



Ætli það sé ekki óhætt að fullyrða það að sumarið sé komið. Nú þegar sumar gengur í garð þá fer maður út að leika sér. Magnús nokkur Andrésson skaut þeirri hugmynd að í gær að rúlla upp í Skálafell þá um kveldið, skinna þar upp, renna sér niður norðan megin, síðan skinna þar upp og að lokum renna sér sunnan megin niður að bíl. Litli Stebbalingurinn tók vel í þessar hugmyndir kauða og ákvað að skella sér með. Af ýmsum ástæðum urðu leiðangurmenn ekki fleiri en tveir þetta kveldið.

En allavega þá var blíða í Skálafelli er þangað var mætt og eftir að hafa græjað sig var hafist handa við að skinna upp í vorsólinni. Snjórinn þarna er farinn að taka upp og ekki langt í að brekkan vinstra megin við stólinn verði ekki lengur skíðafær. En hvað um það. Okkur tókst að komast á toppinn þar sem var safnað aðeins tani, flaggað og teknar toppamyndir. Allt á sígildu nótunum. En við vorum svo sem ekki alveg einir þarna því við heyrðum og sáum tvær mottur og svo flaug TF-POU yfir okkur. Gaman að því. Svo voru skinin rifin undan og látið sig gossa niður norðanmegin. Áttum við þar fínast rennsli en líkt og margt sem skemmtilegt er tók það fljótt af. Þá var barasta að skella skinunum aftur undir og ganga upp. Þegar komið var aftur upp á topp slitum við bara skinin undan og áttum síðan sérdeilis aldeilis prýðilegt rennsli niður að Polly. Þar sem sólin var horfin bakvið fjöllin vorum við í skugga á niðurleiðinni og aðeins farið að harðna færið en bara hæfilega. Líkt og hinum megin tók þetta fljótt af og við komum svo bara að bílnum. Skíðunum hent á toppinn, bakpokinn inní bíl og síðan bara aftur heim. Óhætt að segja að þetta hafi verið hin prýðilegsta kveldskemmtun í sumarblíðunni.

En alla vega þá geta áhugasamir kíkt á myndir hér

Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, maí 07, 2014

Átjándi í skráningu 2014

Þá er dagur verkalýðsins liðinn og kannski bara má segja að komið sé sumar þó svo spurningin er bara hvenær kemur hretið. En okkur er alveg sama um öll hret svo lengi svo þau koma ekki þegar Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð verður haldin. Svo sem óþarfa áhyggjur enda alltaf gott veður í Þórsmörk og á Goðalandi. ALLTAF!
En hvað um það nú er bara komið að málinu þessa vikuna sem er auðvitað skráningarlistinn þessa vikuna

Sumarálfar:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi



Sumarjeppar:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur


Er þetta ekki bara gott þessa vikuna. Held það barasta

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, maí 06, 2014

Vorskíðun



Frá því að við litla fjölskyldan á H38 heyrðum fyrst af þeim áfromum Hlíðfjellinga að hafa sólarhringsopnun í Hlíðarfjalli fyrstuhelgina í maí og skella síðan í lás var það að gerjast með okkur að skella sér norður og taka þar skíðun. Það var svo á flöskudagsmorgninum sem endanlega var kýlt á það að bruna norður og skíða. Skíðabogunum skellt á toppinn á Polly, degi eftir að sumardekkin fóru undir og rennt við í sérvöruverzlun ríkzins og þá allt klárt.
Við rúlluðum svo í Agureyrishkauptún upp úr miðnætti aðfararnótt laugardags og vorum kominn upp í fjall rúmlega 0100, verzlaður þá dagspassi sem gildir einmitt í einn dag eða 24 klst. Stvo var bara farið að renna sér. Fáir voru í fjallinu og nýtust því ferðirnar vel þrátt fyrir harðfenni. Við vorum svo alveg til 0400 um nóttina en aldrei náði að verða almennilega dimmt og tekið að birta. Þarna var skemmtileg stemning í brekkunum afslöppuð og góð. Helsta vandamálið var að maður vissi ekki hvenær maður ætti að byrja hita upp fyrir aprés ski þar sem það var langt í lokun. En hvað sem því leið þá smakkaðist bjórinn óvenjuvel þarna uppfrá þessa nóttina

Við komum svo aftur í brekkurnar milli 1300 og 1400 á laugardeginum í brakandi þurrki og höfuðborgarsól. Þá var skíðað til ca 1700, með bjórpásum inná milli, en er við vorum að fara birtist Skotta og tókum við hana aðeins á snjóþotu. Leyfðum henni líka að prufa Töfrateppið enda ekki veitir af að venja hana við ef hún á að byrja að skíða næzta vetur. Eftir að hafa endurnært sig af íslenskum landbúnaðarvörum elduðum á innfluttu gasgrilli var ekkert til fyrirstöðu að koma sér aftur upp í fjall og vera alveg til lokunnar eða miðnættis. En var þetta prýðilegasta skíðakveld og skemmtilegt að vera svona á vorkveldi og sjá sólroðann á himninum þegar maður sötraði sinn Pale Ale þarna. Skíðatímabilinu lauk svo á miðnætti með lítilli flugeldasýningu. Engin Þjóðhátíð þar en skemmtilegt engu að síður. Þá var bara eftir að renna sér niður á Skíðahótel og segja þetta gott þennan veturinn fyrir utan fjallskíðin vonandi.
En loka niðurstaðan er eftir þetta að ef þetta verður aftur næzta ár, sem þeir lofa, þá mæli ég með því að skíðadeild V.Í.N. reyni og stefni á það að fjölmenna norður yfir heiðar þessa lokahelgi á næzta ári. Svona fyrst Telemarkhelgin virðist verða deyja út hjá okkur V.Í.N.-liðum.

Svo á messudag var tekinn túrhezturinn á þetta og ma kíkt aðeins í Jólahúsið og bætt á skrautið fyrir næztu jól. Svo eftir pönnukökukaffi var bara farið að huga að suðurferð sem gekk vel fyrir sig enda allt autt og bjart frameftir nóttu.

Minni bara á að stefna á fjölmenni að ári

Svo að lokum má skoða myndir frá helginni hér