mánudagur, júní 30, 2014

Landið hennar Laugu



Eins og einhverjir sjálfsagt muna voru uppi hugmyndir um að skella oss í útilegu nú um nýliðna helgi. Það voru þrír einstaklingar sem sýndu mikinn áhuga og rottuðu sig saman. Að endingu var niðurstaðan að skunda á Laugaland í Holtum. Síðan var misjafnt hvort fólk fór á flöskudagskveldinu eða á laugardag. Hér verður reynt að gjöra helginni skil með stuttri skýrzlu.

Á flöskudagskveldinu voru það tvær litlar fjölskyldur sem gerðu sér leið austur fyrir fjall. Fyrst á ferðinni voru

VJ,
HT
og Torfi Steinn
á Blondí.

Fengu þau heiðurinn að því að finna góðan spot fyrir oss. Það er alveg óhætt að fullyrða að þeim hafi tekið bara vel til. En alla vega. Eitthvað á eftir þeim fylgdu svo

Stebbi Twist,
Krunka
og Skotta
á vel pökkuðun Pollý

Eftir að búið var að koma upp tjöldum var bara hafist handa við að munda burger á grillið til að fóðra mannskapinn. Síðan tók bara við spjall og bjórsmökkun fram á nótt áður en fólk hélt til hvílu

Það var svo missnemma sem fólk fór fram úr rekkju á laugardagsmorgninum. En við tók svo bara hefðbundin morgunmess, morgunmatur og mullersæfingar. Óhætt er að segja að fólk hafi síðan bara notið þess að vera úti og slappað af í góðum félagsskap með stuttu rölti inn á milli til að skoða svæðið og jafnvel reyna aðeins að svæfa börnin.
Svo um kaffimál mætti Hólmvaðsfjölskyldan á svæðið en þar eru auðvitað á ferðinni

Maggi á móti,
Elín Rita,
Andrés Þór,
Birgir Björn
og Magnea Marta
á Cindý með Ken í eftirdragi.

 Ekki leið svo á löngu er Arnar Bergmann með allt sitt Bergmann klan renndi líka í hlað en þar voru á ferðinni

Bergmann,
Frúin,
Erfðaprinsinn,
Gosi
og Íris Anna
á Silfurrefnum með vagninn.

Þau voru líka svo skynsöm að hafa með sér aðstoðarfólk en það voru Bergmann eldri og Frú. Eftir að þau öll höfðu komið sér fyrir var skundað í sund og fljótlega eftir það hófst undirbúningur fyrir grill. Allir nutu svo matar og drykkjar í frábærum félagsskap fram eftir nóttu ásamt bjórsmakki.

Blíða var svo á messu dag og flestir reyndu bara að njóta þess sem og baka sig en kannski mismikið. Fólk helt svo heim á leið en missnemma kannski. VJ&co fóru fyrst síðan Eldri Bergmann loks um 1600 fór svo restin og endaði þannig góða generalprufu fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð um komandi helgi.
Annars er hægt að skoða myndir frá helginni hér

Kv
Útilegufólkið

sunnudagur, júní 29, 2014

Reykurdalur



Í síðustu hjólheztaferð hjóladeildar var það neglt niður að það skyldi hjólað í Reykjadal miðvikudaginn 02.júlí með það að megin markmiði að skella sér í árshátíðarbaðið. Líkt  og flest öll þjóðin veit þá hefur sú hefð skapast innan þessa félagsskapar að skella sér í bað í Reykjadal sömu viku og skundað er á hina árlegu Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð.
Veit ekki alveg með tímasetningu á hitting á miðvikudag. Fer eftir vinnutilhögun hjá einhverjum en að amk er staðurinn að sjálfsögðu Gasstöðin og sjálfsagt í kringum kl:1900

Kv
Hjóladeildin

miðvikudagur, júní 25, 2014

Tuttuguasti og fimmti í skráningu 2014

Það eru bara níu dagar, já níu dagar gott fólk. Ekki laust við að það sé kominn þokkalegur spenningur í mannskapinn. Enda ekki við öðru að búast. Að vísu skyggir það á að ekki hefur verið farin undirbúnings-og eftirlitsferð þetta árið en það mun ekki koma fyrir aftur. En alla vega þá skulum við bara koma oss að listanum þessa vikuna


Gleðipinnar:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Íris Anna
Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Magnea Marta


Uppfining aldarinnar:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur

Minni svo að lokum á árshátíðarbaðið í Reykjadal að viku liðinni þar sem er ætlunin að hjólheztast í dal reyksins góða


Kv
Skráningardeildin

mánudagur, júní 23, 2014

Tími kominn á útilegusumar



Jæja gott fólk nú er júní næztum því búinn og amk Litli Stebbalingurinn&CO ekki enn búin að viðra tjald. Þá spyr maður bara eins og fávís kona í ölæði. ,,Er ekki kominn tími að starta útilegusumrinu 2014?"
Svei mér þá það held ég barasta. Alla vega þá hefur litla fjölskyldan á H38 sett stefnuna á utanbæjarför. Nokkur tjaldstæði hafa skotið upp í huganum t.d að Hlöðum í Hvalfirði, þá spurning um að karlpenningurinn myndi jafnvel hjólheztast Leggjabrjót á laugardegi. Laugargerði við Laugarás með Slakka í bakgarðinum. Svo ef veðurspámenn ríkzins telja að skúraleiðingar eigi að vera á suður-og vesturhluta landsins þá er smurning með eins og t.d Laugarbakka í Miðfirði nú eða Skagaströnd. Snæfellsnes kemur líka upp í hugann. Allt svo sem opið bara eina skilyrðið að Litli Stebbalingurinn hafi aldrei tjaldað þar áður eða ekki.

Kv
Útilegunemdin

fimmtudagur, júní 19, 2014

From The Edge Of The Deep Green Sea



Eins og sjá má hér var stefnt á að hjóla Jaðarinn í gær. Skemmst er frá því að segja að það var gjört og það með góðum árangri. Það 5 piltar sem hittust í Norðlingaholtinu nánar tiltekið á sjálfri gasstöðinni en þarna voru ferðinni:


Stebbi Twist á Cube
Maggi á móti á Gary Fisher
Sigurgeir á móti á Trek GS
VJ á sínum gamla og trausta Specialized
Bergmann á Merida.

Silfurrefurinn og Pikkalóinn hanz Sigurgeirs sáu svo um að ferja mannskapinn upp í Bláfjöll.

Já, veit kannski alveg hvernig er bezt að lýsa þessari leið að öðru leiti að þetta hafi verið tær snilld eða jafnvel bara silld. Við fengum að bragða á ýmsu þarna. Mjóum kindastigum, línuveg, einstigi, malbiki og malarstígum síðan allt þar á milli. Svo var líka drullumallað enda leiðin blaut í súldinni. En allavega frábært kveld og óhætt að fullyrða að VJ hafi verið sigurvegari kveldsins á sínum reynslumikla fák sem var nú reyndar bremsulaus og demparalaus. En allavega til að reyna koma þessu sem bezt til skila er bara skást að benda á myndir sem má skoða hér

Kv
Hjóladeildin

E.s Næzti skipulagði dagskrárliður hjóladeildar er hjólaferð í Reykjadal 2.júlí nk

miðvikudagur, júní 18, 2014

Tuttugasti og fjórði í skráningu 2014

Jæja gott fólk. Nú eru bara rétt rúmlega tvær vikur í Helgina og það er vel. Eins og sjá má hér að neðan þá hefur aðeins fjölgað á listanum góða og er það einning vel. Eigum við nokkuð að hafa þetta lengra og koma okkur bara að efninu?


Goðalandsbörn:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Íris Anna
Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Magnea Marta


Fjórhjóladrifstæki:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur


Það orðið svo stutt í þetta að menn eru orðnir það spikspenntir að vegna tilhlökkunnar er ekki hægt að hafa þetta lengra


Kv
Skráningardeildin

fimmtudagur, júní 12, 2014

Úti á jaðrinum

Fyrir ca tveimur dögum eða svo héldu þeir félagar Maggi á móti og Litli Stebbalingurinn örlítinn símafund. Á þessum símafundi var neglt niður að hjólheztast Jaðarinn núna n.k. miðvikudagskveld. Nú það á barasta að fara eftir vinnu hjá fólki, sameinast eitthvað í bíla uppeftir. Hjóla svo til byggða og þá eftir að sækja þann bíll sem farið verður á uppeftir. Áhugasamir eru velkomnir með.

Kv
Hjóladeildin

miðvikudagur, júní 11, 2014

Tuttugasti og þriðji í skráningu 2014

Það bara styttist og styttist í Helgina. Vindum okkur bara í listann góða

Stuðboltar:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi


Jeepar:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur

Ekki lengra þessa vikuna. Nú eiga allir að hefja í síðasta lagi undirbúning andlegan jafnt sem veraldlegan

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, júní 09, 2014

Helgusfellus



Svona í tilefni Hvítasunnuhelgarinnar og vinnuhelgin búin hjá Litla Stebbalingnum var slegið til og rölt á Helgafell í Mosfellsdal. Fyrir utan almenna útivist var líka nýji burðarpokinn hennar Skottu vigður og lofar hann góðu.
En þarna á ferðinni í dag voru

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Síðan fékk amma Gulla að fljóta með svona fyrst hún var í bænum

Þetta er svo sem ekkert hátt fjall en engu að síður prýðilegasta ganga enda er það ferðin sem skiptir máli en kannski ekki endilega alltaf áfangastaðurinn. Skemmt er frá því að segja að allir náðu að toppa og ætli það sé ekki bara bezt að láta myndir tala sínu máli. Það er gjört hér

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júní 05, 2014

Hvítasunnuhelgin

Sælt veri fólkið


Bara svona forvitin um hvort fólk hafi einhver ferðaplön um helgina. Litli Stebbalingurinn að vinna svo ekki verður nú mikið úr ferðalagi hjá litlu fjölskyldunni á H38 nema kannski þá á mánudag.

miðvikudagur, júní 04, 2014

Tuttugasti og annar í skráningu 2014

Þá er júní mánuður runninn upp og styttist all ískyggilega í sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga eða 17.júní. En okkur er svo sem alveg sama um það því það styttist æ í miklu meiri gleði en það. Hér er auðvitað verið að tala um Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2014. Stöldrum ekki lengur við það heldur vindum okkur í listann góða

Listafólk:



Listabílar:


Þá er þetta komið nóg þessa vikuna

Kv
Skráningardeildin