föstudagur, október 30, 2015

Nesjavellir



Kveld eitt í gústamánuði var smá veðurgluggi nýttur til að skella sjer í léttan hjólheztatúr. Að þessu sinni var haldið í nágrenni við Nesjavallavirkjun og göngustígarnir frá Jarlaskáldinu notaðir til hjólheztareiða undir stykkri leiðsögn Matta Skratta. Við að vísu fórum á tveimur sjálfrennireiðum og skildum þá eftir á sitthvorn staðnum. En allavega þá voru þarna á ferðinni fjórmenningarnir fjórir eða:

Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Matti Skratti á Specialized Enduro Expert Carbon 29

og sá Konungur jeppanna um að ferja oss og hjólin

Bergmann á Merida One Sixty 7.900
Maggi á móti á Merida One Twenty 7.800

og sá Silfurrefurinn um að koma þeim á milli staða sem og hjólum


Eftir að hafa skilið Konung jeppana eftir var haldið á Silfurrefnum upp á plan eitt og haldið svo í hlíðar Hengils. Þar var hjólað og hjólin borin upp og síðan rennt sjer niður. Þarna eru mjög svo skemmtilegar leiðir og ýmislegt hægt að bralla. Held að sé óhætt að fullyrða að þanngað á hjóladeildin eftir að koma aftur. Þarna var tekin hringur og komum svo aftur á planið þar sem Silfurrefurinn var lagt. Þar hófust bollalengingjar um hvert fara skyldi en við vorum í kapphlaupi við dagsbirtuna. En allavega þá fórum við kannski ekki alveg beztu leiðina aftur að Konungi Jeppana en allt þetta hafist þó svo að við höfum kannski ekki alltaf verið á single traki þarna. En það kallar bara á tilefni til betrum bóta. Það var svo eiginlega dottið í myrkur þegar vjer komum aftur að Konungi Jeppanna og hjólum ráðað á og síðan Silfurrefurinn sóttur áður haldið var aftur í borg óttans eftir gott hjólakveld.

Nenni einhver að skoða myndir frá deginum þá má sá hinn sama gjöra það hjer

fimmtudagur, október 29, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 11



Eins og ýmislegt í lífinu þá kemur að endalokum einhvers. Nú var runninn upp þriðjudagur og vinnan beið Litla Stebbalings á miðvikudagsmorgninum svo lítið annað var í stöðunni en að komast suður á boginn.
Upphaflega var hugmyndin að renna við í hjarta skagfirskaefnahagssvæðins og skella sjer þar í sund. En þar sem Skotta var sofandi er þar var komið var ákveðið að brjóta á viðskiptabanninu og fara í sund á Blönduósi. Þar sem ekki nokkur lifandi sála les þessa síðu lengur er óhætt að viðurkenna svona hjer. Reyndar vorum við svo ekki komin langt frá Agureyrish þegar þurfi að gjöra pissustopp en það tilheyrir víst og ekkert til að stressa sig á.
Þrátt fyrir öll boð og bönn verður það að segjast að sundlaugin á Blönduósi er hin prýðilegasta og ekki skemmir fyrir að hún setti víst sveitarfélagið nærri því á hausinn. Því eins og allir vita eru sundlaugar sem sliga heilu sveitarfélögin góðar sundlaugar. En hvað um það. Eftir sundferð var haldið í kaupfélagið sem heitir víst Samkaup í dag og aðeins nært sig. Já ég veit en fyrst maður er byrjaður að brjóta viðskiptabannið þá er alveg eins gott að halda bara áfram. Svo var bara ekið sem leið lá á þjóðvegi 1 í blíðskaparveðri og komið heim á H38 einhverntíma undir kveld

Sé nenna hjá einhverjum má skoða myndir frá deginum hjer

miðvikudagur, október 28, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 10



Þá var loks runninn upp mánudagur, sem er rétt eins og allir vita bezti dagur vikunnar.
En alla vega þá var sá sem þetta ritar kallaður í sérverkefni á vegum FBSR og fór mezt allur dagurinn í það. Ekki er til mikið af myndum en þessi eina verður bara að duga

þriðjudagur, október 27, 2015

Agureyrish: Dagur 9



Þá var kominn upp messudagur. Það var svo sem ekki mikið gjört þennan dag. Helst bar það til tiðinda er að Krunka fékk frænku sína til að taka Skottu með hestbak. Eða öllu heldur að teyma undir Skottu. Svo var bara notið þess að vera í fríi.

En allavega þá eru myndir frá deginum hjer.

mánudagur, október 12, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 8



Þá var kominn upp laugardagur. Þessa helgi var upphaflega ætlunin að vera í hjólhestaferð. En eitthver veðurhræðzla hljóp í fólk og þeirri ferð aflýst. Þess í stað var brugið á það ráð að skella oss í stutta hjólhestaferð.

Ferðin hófst á Víkurskarði en þar á útskotsplaninu, þar sem jólasveininn er, tókum vjer hjólhestana af konungi jeppanna og stigum á sveif niður í Fnjóskadal. Tókum þar vinstri beygu til að hjóla Dalsmynnið að sunnanferðu, eins og sjá má á mynd hjer að ofan var hjólað í gegnum Skuggabjargar-og Melaskóg. Öll leiðin var ýmist á vegi, slóða eða mjög grófum jeppaslóða. Ég ætla amk að mæla með þessari leið fyrir þá sem hafa gaman að hjóla en þetta voru tæpir 26 km frá planinu á Víkurskarði og yfir á Laufás. Ekkert mikið um brekkur uppá við og bara skemmtileg leið í gegnum tvo birkiskóga.

Þar sem Konungur jeppanna hafi verið skilinn eftir við Laufás og við komum þar var ætlunin að skella sjer í sund á Grenivík og að sjálfsögðu að taka þar laugina út um leið. Þegar til Grenivíkur var komið og þá voru skilaboð á dyrinni í sundlauginni þess efnis að þennan tiltekna laugardag yrði lokað eftir 13:30 vegna knattballetsleiks. Svo það var lítið annað að í stöðunni en að halda til baka til Agureyrish og skella sjer þar í sund.

Síðar um kveldið var haldið norður í Eyjafjörð eða til Dallas og farið þar á tónleika í tilefni Fiskidagsins mikla. Já, jú flottir tónleikar og allt það en ekki fannst mjer þeir skemmtilegir en misjafn er smekkurinn.

Svo ef það eru einhverjir áhugasamir þarna úti má skoða myndir frá deginum hjer

fimmtudagur, október 08, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 7



Þá var kominn flöskudagur og má kannski segja að þessi dagur hafi verið hápunktur sumarfríins.
Þennan dag átti sum sé að fara upp að hinu ,,nýja" Holuhrauni. 
Það voru níu manns á þremur bílum sem hittust við Kleinunezti kl:0900 á flöskudagsmorgninum en þar fóru:

Stebbi Twist, Krunka og Skotta á Konungi Jeppana

Foreldrar Krunku á Togaýta Landcruiser

Vinafólk tengdaforeldra Litla Stebbalingsins ásamt tveimur börnum sínum á Togaýta Landcruiser


Eftir hitting var dólað af stað og fyrsti stanz var í Mývatnssveit þar síðasta eldsneytisafgreiðslustöð er og þar var tankað. Þar er líka síðasta nýlenduvöruverzlunin áður en haldið var á hálendið. Alltaf gaman að koma á Mývatn að sumri til því þar sér maður allskonar farartæki frá hinum ýmsum löndum eins og Indlandi svo dæmi sé tekið.  Þegar allir, bæði bílar og fólk, var orðið mett var haldið austur á boginn upp á Mývatnsöræfi. Rétt áður en komið var að Jökulsá á Fjöllum var stefnan sett í suður og þar sem malbikinu lauk þarna var loft úr togleðurshringjum veitt frelsi. Svo var bara ekið sem leið lá í gegnum Hrossaborgir, gegnum hraun og sanda, yfir Geirlandsá og Lindá uns komið var í Hreiðubreiðulindir. Þá var farið að nálgast hádegi svo grillið var dregið upp og ameríkanski hamborgiskí skellt á grillið og étið sem hádegismat. Þar sem allir voru í fríi og engum lá á þá vorum við bara að dóla okkur þarna. Kíktum ma á Eyvindarkofa og veltum fyrir okkur einkennilegu dælukerfi sem þarna er. Svo var barasta að halda för áfram enda allir orðnir saddir og sælir. Næzt var stanzað þar sem Jökulsá fellur ofan þröngt og grunnt gil, skildst að það sé kallað Gljúfrasmið. En amk þess virði að stanza þar og rölta að því.
Á þessum slóðum er ekkert til sem heitir að skreppa eitthvað og allt tekur sinn tíma og eftir ca 2 klst akstur komum við í Drekagil og þar var kominn tími á kaffistanz. Því var hellt upp og tíminn nýttur til að skoða sig um þarna. Sem og að dáðst af bílaflotanum sem þarna var. Gaman að sjá alla þessa flóru af alls konar. Eftir að hafa fengið sjer kaffi og jafnvel kleinu með var loks hægt að koma sjer að lokatakmarkinu sem var auðvitað hið nýja Holuhraun og jafnvel kíkja í nýjasta heitalækinn á landinu. Við Dyngjuvatn vorum við stöðvuð af Landverði á Land Rover sem helt mikinn fyrirlestur um utanvegaakstur.
Svo kom að því að Holuhraunið blasti við og upp úr því stígu gufublóstrar og flott að sjá. Vjer komum svo að hrauninu sjálfu og gengum smá spöll á íslandi nýjsta nýtt. Þegar búið var að taka lækinn sem rann úr hrauninu út skellti Stebbalingurinn sjer í sundfötin, veit sundföt en nú þarf maður víst að vera fyrirmynd og svo var tengdó þarna líka. Já lækurinn var ljúfur og eiginlega bara aðeins og heitur, en hægt var að velja sjer hitastig eftir því hvaða kvísl maður valdi. En sá sem þetta ritar fann sjer góðan stað og hafði það gott þar. Eina sem vantaði var kaldur, hressandi fullorðins svaladrykkur. Svo bara bara farið aftur upp úr og út í bíl. En áður en við yfirgáfum svæðið ,,stálum" við mola af íslandi nýjsta nýtt. Bíðum við nú eftir kæru frá Vatnajökulsþjóðgarði. Ekið var svo bara sem leið lá til baka í Drekagil og þar var, já vitið menn, stutt kaffistop áður en haldið var aftur upp á láglendið og ætluðum við að koma niður hjá Möðrudal. Því var ekið sem leið lá í gegnum Upptyppinga og eins á þessu svæði þá er ekkert til sem heitir skreppur. En seint um kveld ca milli 21-22 ef ég man rétt komum vjer í Möðrudal. Systir samferðafólks okkar var að vinna þar og við heilzuðum upp á hana og allir orðnir svangir því var súpan kærkomin. Þarna vorum við svo sem í rólegheitum og heilzuðum ma upp á Yrðlinga sem þarna eru heimakomnir. Á Möðrudal var gott að vera og held ég alveg óhætt að mæla með amk súpu þarna. Svo er líka spennandi að tjalda þarna einn dag í framtíðinni. Svo var bara ekið sem leið lá í vesturátt uns komið var á upphafspunkt við Kleinunezti þar sem þessum snilldartúr var slúttað.

Alla vega er niðurstaðan sú að vel er hægt að mæla með því að fólk kíkji á ,,nýja" Holuhraun. Vonandi að næzta ár verði þessi lækur ennþá heitur því það var algjör silld að baða sig í honum. Svo er þetta líka áhugavert svæði sem maður er nú ekkert alltof oft að þvælast um

En allavega þá má skoða myndir frá deginum hjer 

föstudagur, október 02, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 6



Fimmtudagur kom og framundan var fimm í fötu. En alla vega byrjaði dagurinn á því að vjer röltum í Lystigarðinn á Agureyri þar sem Skotta fékk aðeins að hlaupa um og skemmta sjer síðan að vanda enduðum á kaffihúsinu. Á leið oss í lystigarðinn urðu á vegi oss nokkrir áhugaverðir bílar. Gaman að því.
Um kveldið var svo komið að einu. Litla Stebbalingnum hafði verið boðið að koma með á fjallahjólaæfingu hjá Hjólreiðafélagi Agureyrish. Það var hist við Hrísalund, sem ætti að vera kunnuglegur staður frá skíða-og menningarferðum V.Í..N til Agureyrish í gegnum árin. Þar voru saman komnir 5 sálir sem hjóluðu svo sem leið á í Gamla, sem er gamall skátaskáli fyrir ofan Kjarna. Þar var komið inn á brautina og henni fylgt niður í og gegnum Kjarnaskóg. Mikið fjari var það skemmtilegt og gaman að fá að vera með þeim kauðum þarna. Þetta er eitthvað sem hjóladeildin þarf alvarlega að skoða að fara í hjólaferð til Agureyrish. Ekki lengur bara skíðabær

Svo má skoða myndir frá deginum hjer

fimmtudagur, október 01, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 5



Þá var komið í miðja viku eða bara einfaldlega miðvikudagur. Plan þessa dags var að kíkja í sund og nú átti sko að prufa nýja sundlaug. Þar sem að sjálfsögðu var ætlunin að gefa henni einkunn. En eins og svo oft í lífinu þá fer það ekki á þann veg sem planað er. Vjer rúlluðum yfir á Svalbarðseyri og voru aðeins á undan áætlun svo þorpið var aðeins skannað. Kom nú ýmisleg á óvart og á ýmsan hátt er þetta bara hið sæmilegasta þorp og gaman að koma niður að vitanum, virða þar fyrir sjer sýnina.
En að aðalatriðinu sem var auðvitað sundferðin. En vjer komum að luktum dyrum í sundlaug sveitarfélagsins þrátt fyrir að vera eftir auglýstan opnunartíma svo það var bara brugðið á það ráð að skella sjer yfir á Þelamörk. Vissum að hverju við værum að ganga þar. Svo sem lítið hægt að segja um þá laug nema mæla með ferð þangað. En óvænt þar hitti maður fyrir Ómar eða Omma (komma), með konu og barni. Alltaf gaman að rekast á forna V.Í.N.-verja svona á förnum vegi.
Eftir sundferð var rúllað aftur inn á eyrina og lítið markverk gert af því sem af var degi.

En allavega þá má sjá myndir frá deginum hjer